Skásti árstíminn fyrir Heklugos? Kapphlaup við Grímsvötn?

Hekla er eldfjall og þau eiga það til að gjósa. Eftir tæpa tvo mánuði verður liðið 21 ár frá síðasta gosi, meira en tvöfalt lengri tími en leið síðast milli gosa og fjallið og svæðið kringum það hefur þanist og hækkað meira en það gerði á árunum 1991-2000.  

Hættan vegna Heklugoss beinist mest af ferðum fólks í nágrenni hennar, bæði í lofti og á landi.enð 

Af þeim sökum er líkleg hætta af hennar völdum líklega minni á þessum árstíma en að sumri til. 

Einnig má ætla að minni hætta sé á því að gróður verði vegna öskufalls á snjó en auða jllaörð.

Næstu dagar verða spennandi við Grímsvötn þegar létting vatns og íss ofan á þeim eykur líkur á gosi. 

Grímsvötn eru virkasta eldstöð landsins, en Hekla veldur oftar meira tjóni.

Staðan lítur út líkt og kapphlaup sé í gangi. Sem hugsanlega gæti endað með því að á árinu 2021 verði þrjú eldgos. 


mbl.is Vatnsþurrð eins og þegar Hekla gaus 1947
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Túristagos í hvívetna.

Nú eru stjórnvöld búin að kvitta fyrir það í raun, að gosinu í Geldingadölum sé lokið og sjaldan hefur eldgos reynst eins mikið túristagos og þetta. 

Það kom upp og hraunið breiddi sig yfir svæði, þar sem tjónið af því var eins lítið og hugsast gas. 

Og það dró að sér athygli fjölmiðla um allan heim þannig að Ísland fékk hámarks kynningu og ferðamannastraum, þótt heimsfarsóttin drægi að vísu úr honum. 

Raddir um það að bæta þyrfti fyrir gróðurskemmdir voru hlálegar í ljósi þess að leitun  er að svæði á landinu þar sem gróðri hafði verið eytt jafn skörulega með skefjalausri beit. 


mbl.is National Geographic ánægt með mynd af gosinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað um gildi kosninga í stjórnarskrá stjórnlagaráðs?

Í starfi stjórnlagaráðs var reynt að hafa greinar um gildi kosninga þannig, að reynt yrði að minnka hættuna á því að þingmenn þyrftu að dæma sjálfir í eigin sök eða málum.

Um var að ræða eitt af fjölmörgum dæmum um annmarka núverandi stjórnarskrár þar sem þingmenn lenda í því að úrskurða sjálfir um eigið mál. Svona hljóðar greinin hjá stjórnlagaráði:   

43. gr. Gildi kosninga. 

Alþingi kýs landskjörstjórn til þess að úrskurða um gildi forsetakosningar, kosninga til Alþingis svo og þjóðaratkvæðagreiðslna. 

Landkjörstjórn gefur út kjörbréf forseta og alþingismanna og úrskurðar hvort þingmaður hafi misst kjörgengi. Um störf landskjörstjórnar fer eftir nánari fyrirmælum í lögum. 

Úrskurðum landskjörstjórnar má skjóta til dómstóla. 


mbl.is Ekki útilokað að ógilda kosningarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. desember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband