Hrikaleg saga sem Rússar vilja ekki gleyma.

Þegar spenna vex í deilum og skoðanaágreiningi er nauðsynlegt fyrir báða aðila, að reyna að setja sig í spor heins. 

Í heimsókn til Murmansk 1978 blöstu við illa byggð hús og malargötur, sem gamaldags vörubílar óku um með verkamenn standandi á pöllunum, rétt eins og sjá mátti í Reykjavík 30 árum fyrr. 

Þúsundir ungra manna voru á biðlistum til að komast í vinnu á risastórum verksmiðjutogurum þar sem aðbúnaðurinn var svo slæmur og stéttaskiptingin um borð svo mikil, að slíkt hefði verið óhugsandi á Íslandi og í Noregi. 

Ungu mennirnir á biðlistunum þráðu að komast út úr hinu risastóra fangelsi, sem föðurland þeirra var, jafnvel þótt þeir væru að þræla um borð í skipum, sem ekki komu í erlenda höfn, heldur voru á rúmsjó allan tímann. 

Í landi féllu hurðir féllu illa að stöfum í hótelinu og hrákavinnubrögð hvarvetna að sjá. 

En eitt stakk alveg í stúf við öll þessi merki um hrun kommúnismans. Í Murmansk voru stór söfn sem voru afar vel úr garði gerð. 

Sögusafnið var meiriháttar flott, og þar skipaði Seinni heimsstyrjöldin stóran sess.

Raunar var orðið heimsstyrjöld hvergi að sjá og heldur ekki ártalið 1939. 

Nei, stríðið hét Föðurlandsstríðið mikla og ártölin voru 1941 og 1945. 

Og árið 1941 var áberandi, því að þegar það gekk í garð hafði Hitler raðað upp bandalagsríkjum Öxulveldanna við vesturlandamæri Sovétríkjanna frá Eystrasalti suður til Svartahafs og komið þýskum hermönnum til þeirra. 

Frá þessum löndum var síðan gerð stærsta innrás allra tíma inn í Sovétríkin og áður en sá hildarleikur var allur, lágu um 20 milljónir manna í valnum. 

Þetta stríð rís eins og fjall yfir alla aðra viðburði í sögu Rússlands, og nú, þegar ætlun NATO virðist vera að gera Ukraínu að NATO ríki, eru vestrænir herir komnir í það sem var við hjarta Sovétríkjanna, mun lengra en bandalagsríki Hitlers voru komin fyrir Föðurlandsstríðið mikla, og það hjá þjóð, sem sór dýran eið í því stríði: Aldrei aftur 1941 !

Frá sjónarhóli nágrannaríkja Rússlanda er sókn þeirra í að komast undir verndarhjálm NATO skiljanleg.  

Hjá þeim er eiðurinn: Aldrei aftur undir járnhæl Rússa eins og í Kalda stríðinu!

Nú reynir á skilning beggja aðila á afstöðu hins. 

Á fundi á Möltu eftir hrun Sovétríkjanna hét Baker, utanríkisráðherra því, að NATO yrði ekki þanið út til austurs.   

Þegar haft er í huga að nú er verið að tala um NATO í Úkraínu sést, að það hefur ekki gengið eftir. 

Rússar fórnuðu 54 þúsund ungum hermönnum í Krímstríðinu fyrir rúmum 160 árum til þess að viðhalda yfirráðum sínum yfir Krím, sem Krustjoff færði yfir til Ukraínu í misskilinni ofurtrú á samheldni og vináttu lýðveldanna innan Sovétríkjanna. 

Í Heimsstyrjöldinni síðari féllu líkast til milljón manns í stríðinu um Sevastopol og Krímskagann. 

Ekki þarf annað en að líta á landakort til að sjá að Krímskaginn með Sevastopol er í hliðstæðri afstöðu til Rússlands og Floridaskaginn og Norfölk eru gagnvart Bandaríkjunum. 

Þegar vestrænt herskip gerðist líklegt til að sigla inn í landhelgi Krímsskagann, sem Rússar voru þá að hertaka, útilokaði Pútin ekki að beita kjarnorkuvopnum til að hafa yfirráð yfir skaganum.  

 


mbl.is Biden ræði við Zelensky
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í síbyljusöng um ástæður raforkuskorts er ástæða 76 mv skorts fyrst nefnd núna..

Í viðtengdri frétt á mbl.is í dag eru birtar tvær af ástæðum þess að skortur er á raforku hér. 

Önnur er 46 megavatta tap vegna bilaðrar aflvélar í Búrfellsvirkjun en hin er 36 megavatta tap vegna bilunar í Nesjavallavirkjun. 

Þetta eru 76 megavött og slagar hátt í allar þrjár Sogsvirkjanirnar samanlagt. 

Þegar lægsta vatnsstaða í mörg ár í Þórisvatni bætist við er um þrefalt áfall að ræða í einu. 

En þorstinn eftir nýjum virkjunum er svo mikill, að í fréttum á Stöð 2 í fyrra var í alvöru rætt um það hve miklu það myndi muna að eyða milljarði króna í að fullnýta afl Elliðaánna. 

Fyrst var talað um að miklu myndi muna um þrjú megavött en síðan um að líka myndi muna miklu um eitt megavatt! 

 


mbl.is Vél 2 í Búrfellsstöð verður úti fram á vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. desember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband