Snúið og flókið mál sem sundrar Repúblikönum.

Nýjasta útspil Mitch McConnels leiðtoga Republikana í öldungadeild bandaríska þingsins sýnir vel hve snúið og margslungið málið og málareksturinn i þessu máli er. 

Spurningn er hvort af þessu vilji einhverjir ráða, að til greina komi að sækja Trump til saka eftir almennum lögum, en burtséð frá því hvort hægt sé að sækja sama málið eftir fleiri lagalegum ferlum í bandarísku lagaumhverfi, verður að telja það líklegt að málinu sé nú lokið í meginatriðum, þótt velt sé vöngum yfir því hvort refsa eigi Trump með því að meina honum að bjóða sig fram til forsetaembættisins á ný.   

Þótt það liggi fyrir, sem langlíklegast var allan tímann, að ekki fengist tilskilinn aukinn meirihluta í öldungadeildinni, féllu atkvæðin heild í deilinni 57 gegn 43 sem hlýtur að teljast áfellisdómur yfir Trump og áhyggjuefni fyrir Republikanaflokkinn, sem býr við illviðráðanlega sundrungu. 


mbl.is McConnell segir Trump eiga sök á árásinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gylliboð og orkubruðl?

Alheims netvæðingin hefur skapað miklar framfarir og nýja möguleika í samskiptum, efnahagslífi og þjóðfélagsþáttum ríkja heims. 

En henni fylgja líka lúmskir gallar eins og sjá má af tengdri frétt þar fyrirtækið Valitor varar við svikum af hálfu rafmyntarfyrirtækisins Bitcoin.  

Um langt skeið hafa skotið upp kollinum eins konar herferðir á samfélagsmiðlum varðandi ævintýralegan ágóða sem þátttakendur í braski með rafmyntarinnar bíði ef þeir bara táka þátt. 

Fróðleg umfjöllun á RÚV í þessari viku hefur sagt aðra sögu. Hún felst í því að jafnvel þótt einhverjir kunni að hagnast stórum á þátttöku sé aðeins um að ræða hluta þátttakendanna, því að sveiflur í veltunni séu afar stórar, bæði upp og niður. 

Það bendir til þess, sem áður hefur verið spurt um hér á síðunni, hvernig stórir hópar fólks geti grætt hrikalegar háar upphæðir án þess að nokkur tapi fé í leiðinni. 

Í einni athugasemd var því svarað til, að þetta væri raunverulegur gróði svipaður þeim sem verður til hjá þeim sem stunda hlutabréfaviðskipti. 

En sú skýring hrekkur skammt hvað varðar það að það geti ekki allir grætt alltaf á öllum. 

Í tilkynningu Valitors segir frá dæmum um það að falskar nafnbirtingar og falsfréttir séu stundaðar til að segja frá því hvernig nafnkunnir Íslendingar hagnist á Bitcoin viðskiptum. 

Það er ekki traustvekjand ef þessi er raunin. 

Síðan er önnur og stærri hlið á þessu máli, sem Andri Snær Magnason hefur vakið athygli á, en það er sú vaxandi og mikla orkunotkun sem starfsemin leiði af sér í gagnaverum. 

Þar sé um að ræða orkubruðl á heimsvísu upp á hundraðfalda orkuframleiðslu Íslands.   


mbl.is Valitor varar við svikum sem tengjast Bitcoin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Keldnalandið vanmetið verðmæti áratugum saman.

Þegar litið er snöggt yfir meginlínur þéttbylis höfuðborgarsvæðisins blasa við stærstu línurnar, sem liggja í kross, annars vegar línan Akureyri-Suðurnes og hins vegar línan Seltjarnarnes-Höfn í Hornafirði. 

Þessar línur skerast í grófum dráttum á svæðinu Mjódd-Skemmuhverfi-Ártúnshöfði og mynda stærstu krossgögur landsins. 

Alveg þétt upp að norðausturhlið þessa lands hefur 117 hektara land, álíka stórt og hin gamla Reykjavík innan Hringbrautar legið ónotað að mestu alla tíð á sama tíma og leitað hefur verið langt yfir skammt fram hjá því, aðallega í vesturátt. 

Loksins nú, allt of seint en má þó ekki seinna vænna, er drattast til að huga að þessu mikla verðmæti. ÞAÐ VAR MIKIÐ! 


mbl.is Keldnalandið verður skipulagt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. febrúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband