"Gamli Landrover Defender" endurvakinn?

Nefna má nokkra fjórhóladrifsbíla á árunum 1940 til 1992 sem voru eins konar tímamótabílar í þróun jeppanna: Willys_CJ-2A_1946_(14168649288)  

1940: Willys´s jeppinn, eitt af fimm mikilvægustu vopnum Bandamanna í Seinni heimsstyrjöldinni.

Olli tímamótum í samgöngum á Íslandi. 

Mikil fjöldaframleiðsla, fjórhjóladrif, hátt og lágt drif, heilir driföxlar (hásingar) blaðfjaðrir festir neðan undir hásingarnar, grind, vél fyrir aftan framöxul og driflínan þvi frekar lág, 25 sentimetrar undir millikassann, Aðeins tvö sæti frammi í. 

41747964_10217705831825324_8472619527404781568_o

1948: Land Rover. Breiðari jeppi með sæti fyrir þrjá frammi í. 

1953: GAZ 69: Enn breiðari jeppi með ótrúlega mjúkar fjaðrir ofan á hásingunum, vélina ofan á framhásingunni svo að farþegarýmið allt gat verið 25 sm framar og fernra dyra gerðin því með góð aftursæti og gott rými afturí.  Vél-drifilína 10 sm hærri og 10 sm hærra undir millikassa. Drifkúlurnar einkar mjóar (Úr Ford A) og klufu því snjóinn. Rússajeppinn í okt 16

1966: Ford Bronco: Svipað og GAZ 69 en með gorma á framhjólunum og nýtísku 6 strokka og V-8 vélum á hagstæðu verði. 

1970: Range Rover: Nánast alfullkominn lúxusjeppi með gormafjöðrun á öllum hjólum og driflínuna þráðbeina vél-gírkassi-drifkúlur að framan og aftan. lada_niva_og_fri_thjofur

1977:  Lada Niva, heilsoðin bygging, sjálfstæð fjöðrun að framan, gomar á öllum hjólum og sídrif. 
image.MQ6.8.20180917114041

1979: Mercedes Benz G, Lúxusjeppi með gorma á öllum hjólum og algerlega fullkominn torfæru undirvagn, alveg beina driflínu í gegnum drifkúlurnar og enginn blettur á undirvagninum skagandi niður fyrir hásingalínuna: ( Á Range Rover og Landrover skagaði millibilsstöngin niður fyrir)

1980: Suzuki Fox: Nokkurs konar smájeppa vasaútgáfa af Mercedes Benz G tæknilega og hönnunarlega. 

1977: Lada Niva, fyrsti jeppinn með heilsoðna byggingu, gorma á öllum hjólum, sjálfstæða fjöðrun að framan og sídrif. 

1992. Toyota RAV 4: Fyrsti jepplingurinn (án hás og lágs drifs) með heilsoðna yfirbyggingu sjálfstæða fjöðrun og gormafjöðrun á öllum hjólum. 

2020. Tæknileg fullkomnun Land Rover Discovery notuð í nýjum Defender.

Þó ansi dýr og þungur, og sjálfstæða fjöðrunin er ekki eins löng og á Jeep Wrangler, sem einnig er heldur léttari og er ásamt Suzuki Jimny eini jeppinn á markaðnum með sérstakri grind og  gormafjöðrun á heilum hásingum að aftan og framan  því að Benz G er búinn að fá sjálfstæða fjöðrun að framan. 

Og einhvers staðar á netinu mátti sjá að framtakssamir menn ætluðu sér að hanna nýjan jeppa í stíl gamla Defenders með heilar hásingar og gormafjöðrun. 

 


mbl.is Defender hástökkvari BL í janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undralöng töf á löngu, löngu tímabæru verki.

Nú eru meira en 30 ár síðan byrjað var að tala um möguleikana á að byggja Sundabraut og raunar enn lengri tími siðan hugmyndin var fyrst nefnd.DSC09431

Þessi samgöngubót hefur , beint gagn fyrir meira en 80 prósent landsmanna; styttir leiðina frá fjórum landshlutum, Austurlandi, Norðurlandi, Vestfjörðum og Vesturlandi til Reykjavíkur og Suðurnesja um sjö kílómetra ef rétt er munað. 

Styttingin sést ekki aðeins á korti heldur líka út um gluggan hjá síðuhafa, þar sem á víðari myndinni er horft til norðurs og núverandi leið liggur í hægri jaðri myndarinnar um Mosfellsbæ og þaðan þvert yfir alla myndina vestur á Kjalarnes. DSC09429

Á þrengri myndinni er horf eftir fyrirhuguðu stæði brautarinnar. 

Það má alveg spá því að eftir nokkra áratugi muni fólk undrast, hvernig í ósköpunum það tókst að tefja svo lengi fyrir svo miklu þjóðþrifaverki.  


mbl.is „Hef trú á að brúin trompi allt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skondin keppni á Alþingi um rafflugvélar og svonefnd orkuskipti í flugi.

Þegar horft er samtímis á fréttir um beint flug Íslendinga í sólina á Spáni og fréttir um að notkun rafknúinna flugvéla muni geta hafist á næsta ár stingur í augun hve óralangt bil að flestu leyti  er á milli þessara frétta. 

Það er einfaldlega vegna þess að það er óþarfi að ræða þann möguleika að hægt sé að leysa núverandi þotur af á löngum millilandaleiðumm, og varla um meira að ræða í þessum efnum en kannsluflug á litlum rafflugvélum og flug á stystu innanlandsleiðum með fáa farþega eftir í byrjun slíks flugs. .

Í kennslufluginu er um að ræða þann kost þess, að aðeins eru einn eða tveir um borð, það er mikill kostur hve hljóðlátir rafhreyflar eru, mengun engin og vegalengdir í hverju flugi milli lendinga stuttar. 

En að öðru leyti breytist þetta allt ef flogið er eitthvað lengra. Rafhlöður eru þetta tíu sinnum til þrjátíu sinnum þyngri en eldsneyti með álíka orku og þegar um eldsneytishreyfla er að ræða, er þyngd orkugjafans mest við flugtak en léttist siða jafnt og þett við brennsluna á flugleiðinni. 

Að vísu er í gangi róleg framþróun í því að létta raforkugjafann, en hún er það hæg miðað við hve langt er í land, að í fyrirsjáanlegri nánustu framtíð er langt, langt í land. 

Fyrstu reynslulflug á flugvélum með rafhreyfla eru afar stutt og með enga farþega. 

Á lengri leiðum, svo sem í millilandaflugi, er háð hörð barátta á milli flugvélaframleiðenda um að eyða sem allra minnstu eldsneyti á leiðinni, til dæmis í byrjun flugs þegar vélunum er klifrað upp í mikla hæð til að nýta sér minni loftmótstöðu í hæstu hæðum.

Elsneytiskostnaður í flugrekstri er einfaldlega svo mikill að hann skiptir sköpuum í samkeppni flugrekenda.  

Eldsneytishreyflar eru, vegna brunans í hreyflunum, tiltölulega ónæmir fyrir kulda, en það eru rafhlöður hins vegar alls ekki, helur þvert á móti. 

Á bílum fellur drængnin um eitt prósent við hvert lækkað hitastig niður úr 20 stitum, þannig að rafbíll, sem er með 300 kílómetra drægni í 20 stiga hita, er með 30 prósent minni drægni í 10 stiga frosti, aðeins um 200 kílómetta. 

Hér á landi er hitinn að sumri til við frostmark í 1500 metra hæð og á leiðunum vestur, norður og austur er flogið í um 6000 metra hæð. 

Flug til Vestmannaeyja myndi verða fyrsta flugleiðin, sem kæmi til álita. 

Vitað er um fyrstu reynsluflug erlendis með notkun raforku, og eins og er, er hámarksstærðin níu þarþegasæti og hámarksvegalengd um 130 kílómetrar. 

Í fluginu er oft nauðsynlegt að fljúga yfir skýjum í skaplegum skilyrðum til þess að losna við ókyrrð og ísingu í neðri lögum. Gott dæmi leiðirnar frá Reykjavík til Ísafjarðar, Akureyrar og Egilsstaða. 

Það er hald kunnáttumanna, að rafknúnar flugvélar sem ráða við það að rogast með mikla þyngd rafgeyma sem þola illa kulda upp í nauðsnynlega flughæð, verði vart komnar á markað fyrr en eftir 20 til 30 ár. 

Þess vegna er dálítið skondið að frétta af því að komin sé hálfgerð keppni í gang á milli þingmanna um að eigna sér algera byltingu í helsta farþegaflugi nútímans strax á næsta ári. 

 

P. S.  Nú er búið að skipa nefnd um orkuskiptin í fluginu á vegum þingsins, meðal annars á þeim forsendum að hægt verði að nota sólarsellur á vængjum svona flugvéla til að auka aflið. 

Við að skoða hve mikil afl þarf til þess að lyfta tæplega 200 farþega þotum upp í klifri sést við snögga skoðun, að það eru um 80 þúsund kílóvött, áttatíu megavött! 

Á Dash vélunum í innanlandsflugi núna eru hreyflarnir um 4-5000 hestöfl samtals á hverri vél eða fimm megavött.  

En þær örfáu sólarorkuknúnu flugvélar sem smíðaðar hafa verið, rétt geta haldið hæð með því að vera með ógnarlanga vængi fyrir sellurnar, og samt verða þessar flugvélar að vera svo léttar til þess að geta flogið, að þyngd þeirra er minna en hálft prósent af þunga algengustu farþegaþotna og aðeins um eitt prósent af þunga farþegavéla í innanlandsflugi.  


mbl.is Mikil spurn eftir beinu flugi í sólina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. febrúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband