Ekki má gleyma rányrkjunni í nýtingu þverrandi auðlinda jarðar.

Olíurisarnir eru að byrja á því að finna fyrir þeim hluta af ábyrgðinni sem jarðarbúar bera á þeirri rányrkju sem vinnsla og nýting jarðefnaeldsneysis. 

Þegar litið er á línurit yfir olíuöldina, sést að sú öld er aðeins örlítið brot þess tíma sem jarðarbúar hafa lifað, en línan rís eins og ógnarhá súla hátt í loft upp og er nú að byrja óhjákvæmilegt fall sitt niður. 

Það óumdeilanlega risavaxna verkefni að bregðast við óhjákvæmilegum óförum í orkubúskap og öðrum búskap mannkyns fellur hihs vegar um of í skuggann af þeirri miklu þrætubókarlist sem blásin er upp um áhrif manna á loftslagshlýnun. 

Það hentar afturhaldsöflum að tala sem minnst um olíuófarirnar, af því að þar blasa meginatriði mála við.  

Því má vel hugsa sér að stugga líka við olíurisunum í þeim málum ekkert síður en í loftslagsmálum. 


mbl.is Þrefalt högg fyrir olíurisa í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ekki bæði hægt að eiga kökuna og éta hana."

Íslendingar hafa í meginatriðum verið langt á eftir öðrum þjóðum í meðferðinni á einstæðu náttúruverðmætum landsins. Þetta hefur blasað við í kynnisferðum um þjóðgarða, vernduð svæði og virkjanasvæði í fjölmörgum löndum beggja vegna Atlantshafsins. 

Þegar Ragnheiður Elín Árnadóttir hugðist koma á svipuðu fyrirkomulagi hér á landi varðandi gjaldtöku fyrir sjö árum kom í ljós alveg einstök andstaða við allar tilraunir til slíks hér á á landi og hugmyndin var steindrepin. 

Rökin sem beitt var í andstöðuni, meðal annars að slíkt væri "niðurlæging og auðmýking" fyrir innfædda Íslendinga, voru í hrópandi andstöðu við það sem ritað er stóru letri á náttúrupassa Bandaíkjamanna, frelsisunnandi þjóðar:  "Stoltur þátttakandi."

Og enn eru svipuð rök blásin upp í umræðunni um hálendisþjóðgarð og notuð hin verstu orð; ofríki, frelsissvipting og þaðan af verra. 

Hveraröndin í Mývatnssveit er eitt þeirra svæða, sem lengi hefur mátt hafa áhyggjur af vegna takmarkalítils ágangs ferðamanna. 

Nú virðist að birta til í þeim efnum og er fagnaðarefni ef búið er að finna leið til þess að láta orðtakið góða ganga þar í gldi: "Það er ekki bæði hægt að eiga kökuna og éta hana."


mbl.is Framkvæmdir og gjaldtaka við Hveri í Mývatnssveit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanræksla, sem getur hefnt sín grimmilega.

Þegar byrjað var að dreifa boluefni gegn kórónaveirunni á Vesturlöndum hófst strax mikið kapphlaup milli þjóðanna að fá hana í hendur á undan öðrum. 

Hér á landi hljómaði hávær söngur krafna um að fara í hálfgeran hernað til þess að ná bóluefninu frá öðrum þjóðum og íslensk heilbrigðisyfirvöld átalin harðlega fyrir aumingjaskap. 

Þessar raddir hafa nú hljóðnað eftir að í ljós kom að stefnan hér hefur skilað okkur framar en Bandaríkjunum og mörgum fleiri þjóðum. 

Eftir stendur sú stóra hætta sem vofir yfir, ef hin ríkari þjóðir heims ætla að graðga í sig svo miklu af bóluefni, að milljarðar í fátæku löndunum lendi langt á eftir. 

Fari svo telja sérfræðingar að vaxandi hætta verði á því að ný afbrigði muni fá þar fótfestu með þeim afleiðingum að í heildina tekið fari jarðarbúar miklu verr út úr stríðinu við pestina en ella hefði orðið. 

Skammsýnin og græðgin mun á endanum gera alla verr setta. 


mbl.is Nýtt afbrigði veirunnar greinist í Víetnam
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. maí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband