Betra liðið vann í tveimur síðustu leikjum enska liðsins.

Hvað sem segja má um vítaspyrnuna í leik Dana og Englendinga er erfitt að mæla gegn því að betra liðið hafi unnið í þeim leik.  Og um það lið sem mest kom á óvart í EM keppninni og skóp mesta gleði. 

Í úrslitaleiknum í kvöld varð það hins vegar hinn stórgóði leikur Ítala í síðari hálfleiknum, sem hægt var að nota sem röksemd fyrir því að betra liðið hefði unnið, enda þótt allur leikurinn, allt til enda vítaspyrnukeppninnar, hefði verið hnífjafn og æsispennandik.  

Og almennt má segja að eftir þær miklu hremmingar sem COVID-19 hafi þetta langdregna og erfiða EM mót verið mikill sigur fyrir knattspyrnuna.  


mbl.is Ítalía Evrópumeistari í annað sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ógleymanleg dramatíkin 1966 náði upp í 9500 feta hæð yfir hálendi Íslands.

1966 voru aðstæður enska landsliðsins um margt líkar því sem þær eru nú. Árin eftir stríð höfðu verið erfið, einkum eftir að ungverska landsliðið varð það langbesta í heimi og valtaði tvívegis yfir enska landsliðið og niðurlægði það með stórsigrum.  

Svo kom glæsilið Brasilíumanna og glansaði á HM bæði 1958 og 1962 með stórstjörnum eins og Pele og Garrincha.  

Fósturland fóboltans virtist heillum horfið. En á HM í Englandi birti til, að vísu að hluta til á þann lúalega hátt að Brassarnir, þeirra á meðal Pele, voru hreinlega sparkaðir niður á ruddalegan hátt og Pele gerður óleikhæfur.  

Svo vildi til að síðuhafi átti leið norður yfir hálendið á lítilli fjögurra sæta flugvél, Mooney M-20E, á meðan á síðari hluta úrslitaleiksins 1966 stóð.

Á þessum árum voru engar sjónvarpssendingar mögulegar í gegnum gervihnetti og farsímarnir komu ekki fyrr en 20 árum síðar, en samt voru upphugsuð alls konar brögð til að missa ekki af spennunni, jafnvel þótt svo óheppilega vildi til að vera í 9500 fetum yfir Arnarvatnsheiði þegar spennan yrði mest í leiknum.

Alls konar ráð voru upphugsuð,s vo sem að hafa vin á jörðu niðri í Borgarfirðinum, sem fylgdist með leiknum í útvarpi og lýsti honum síðan úr handheldri flugvélatalstöð á bylgjunni 123.45. í beinu sambandi við þá sem stilltu inn á þessa bylgju. 

Raunar voru margar bylgjur i gangi á meðan þessu stóð, og sjálf flugsstjórnarbylgjan gat verið morandi í nýjustu fréttum frá Wembley.  

Þannig fengum við, sem vorum á þessu flugi æsandi lýsingu á hinu epíska vafamarki sem skorað var eða ekki skorað í leiknum og þar á eftir lýsingu á eftirleiknum öllum. 

Að ekki sé nú talað um þegar úrslitamörkin voru skoruð. 

Nú á tímum er tæknin allt önnur, en stemningin ekki síður rafmögnuð, ekki síst samsvörunin við leikinn 1966.  Til dæmis er spurningin hvort vafasamir dómar eigi eftir að setja jafn mikinn svip á þennan leik og undanúrslitaleikinn á dögunum og úrslitaleikinn 1966.  


mbl.is Loks vann Messi titil með Argentínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskiljanleg fullkomnun hjá "skynlausum skepnum".

Þrátt fyrir alla ofurtækni mannanna er færustu vísindamönnum enn gersamlega hulinn galdurinn, sem ratvísi farfugla byggist á og gerir þeim kleyft að fljúga á haustin á hárréttum tíma tugir þúsunda kílómetra ár eftir ár frá hreiðurstæði til dvalarstaða hinum megin á hnettinum og síðan til baka að sama hreiðurstæðinu vorið eftir. 

Mannlegur skilningur á þessu óg ótal öðru í náttúrunni virðist enn jafn víðsfjarri og hann hefur verið frá örófi alda. 

Sú staðreynd að vitneskja um breytingar í náttúrufari geti flust á milli kynslóða dýra og fugla er líka óútskýrð í visindasamfélagi mannheima. 

Dæmin um undur sköpunarverksins eru óteljandi eins og dæmin í viðtengdri frétt á mbl.is sýna. 

Það eina, sem hægt er að gera, er að hneigja sig djúpt í lotningu og auðmýkt og játa smæð sína andspænis almættinu. 

 


mbl.is Hvernig ratar maður 800 kílómetra heim?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjávarútvegurinn norski var í svipaðri stöðu og hinn íslenski í stríðinu.

Það er viðurkennt að íslenskur sjávarútvegur og þar með þjóðin sjálf græddi mikið á stríðinu, sem skóp mestu lífskjarabyltingu hér á landi fram að því. 

Stríðsgróðinn svonefndi var þó dýru verði keyptur hvað varðaði þær þungbæru og miklu mannfórnir sem íslensk sjómanna- og farmannastétt varð að þola. 

Það fór hins vegar ekki eins hátt, að norskur sjávarútvegur var í stöðu til uppgangs, þó ekki hefði verið nema bara vegna þess, að það kostaði mikið að fæða 300 þúsund manna þýskt herlið í landinu. 

Eftir stríðið gerðu Norðmenn réttilega mikið úr fórnum og hetjudáðum norsku andsspyrnuhreyfingarinnar, en hitt fór lægra, að ótrúlega margir Norðmenn gengu í lið með her nasista á austurvígstöðvunum. 

Um allt þetta og margt fleira fróðlegt veit Magnús Þór Hafsteinsson mikið og hefur skrifað um það bækur. 


mbl.is Hinn norski Joseph Göbbels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. júlí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband