Þegar betra vottorðið gildir ekki, bara það lakara.

Frumskógur vottorða og leyfisveitinga getur stundum tekið á sig skondnar og jafnvel fáránlegar myndir. Og ekki nóg með það, sameining ríkisstofnana getur í þeim efnum tekið á sig þær myndir, að í stað þess fram fáist hagræðing, sparnaður og jafnframt meiri gæði verður niðurstaðan óhagræði, bruðl og lakari þjónusta. 

Gott og sígilt dæmi um þetta, sem hefur áður verið tæpt á, er þegar ætlunin var að ná fram hagræði, sparnaði og auknum gæðum þjónustu með því að setja eftirlit með bílum og bílstjórum í landsamgöngum undir sama hatt og eftirlit með flugvélum og flugliðum í flugsamgöngum. 

Niðurstaðan hefur að minnsta kosti að hluta til orðið til þveröfugrar niðurstöðu. 

Hvað varðar flugliða, hefur komist á þróað kerfi rannsókna og skoðana á þeim, sem tryggi sem best líkamlega og andlega færni þeirra við stjórnun hin fjölskrúðuga flota loftfara sem flogið er. 

Þegar komið er yfir 65 ára aldur eru kröfurnar orðnar harðar varðandi þetta með tilheyrandi hjartalínuritum, og verður að fara í vandaðar fluglæknaskoðanir á hálfs árs fresti. 

Eðli málsins samkvæmt eru gerðar miklu harðari kröfur til atvinnuflugmanna en venjulegra bílstjóra sem ekki hafa atvinnuréttindi til aksturs, og hefði því mátt halda að það væri margfaldur hagur í því að hin umfangsmiklu vottorð vegna flugs myndu gera mikið gagn sem gild gögn fyrir venjuleg ökumannsréttindi þeirra sem hvort eð standast kröfur hinna viðameiri fluglækna læknisskoðana. 

En það er nú öðru nær. Þær gilda ekki, heldur verður að bæta við sérstöku skírteini fyrir ökumenn bíla og fara í tvær læknisskoðanir þar sem önnur þeirra, sem er mun viðaminni, er augljóslega alger óþarfi. 

Niðurstaða: Óhagræði, aukinn kostnaður og fyrirhöfn og lakari gæði þjónustu. 

Það gæti verið fróðlegt að athuga, hvort hliðstæð dæmi finnast i kerfinu, þar sem ætlunin með sameiningu stofnana var að auka skilvirkni og hagræði. 

 

 


mbl.is Óskýr lagastoð fyrir kröfu um tvö vottorð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira en aldargömul gullleitarsaga heldur áfram.

Ein af þeim furðufréttum hér á landi á síðustu 120 árum er um gullæði sem greip Reykvíkinga vegna vona um að gull leyndist i Öskjuhlíð. 

Ekkert hafðist upp úr því krafsi nema skondin frétt. 

Stærsta gullæðið síðan er sennilega leitin að hollenska skipinu Het Vapen van Amsterdam, sem stóð yfir með hléum á níunda áratugnum á strönd Skeiðarársands, fyrst nokkuð austarlega með aðkomuleið frá Skaftafelli og Freysnesi en síðar mun vestar á fjörunni og var vélknúinn svifdreki (trik) meðan annars notaður þá. 

Við fréttaöflun fannst möguleiki á lendingu við uppgraftarstaðinn, enda umsvifin talsverð þar og nafn verkefnsins heillandi: "Gullskipið" í ljósi þess hve gríðarlega mikil verðmæti voru talin vera í þessu hollenska skipi, sem þarna strandaði á sautjándu öld.

En málið fékk skjótan endi í það skiptið þegar í ljós kom flak af breskum togara. 

Í kringum 1990 voru nokkur umsvif á Ákureyri og Ísafirði vegna gulleitar í Sðrdalen á austurströnd Grænlands, en ekki virtist þar mjög feitan gölt að flá. 

Af og til síðustu fjóra áratugi hafa heyrst snotrar smáfréttir af gullleit í Þormóðsdal, og nú er hún einu sinni enn komin á dagskrá. 

 

 


mbl.is Boranir eftir gulli eru að hefjast í Þormóðsdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. ágúst 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband