Mikið var að það varð sameining og til hamingju með það.

Fyrir þann, sem hefur lengi litið á sig sem Húnvetning að hluta eftir sumardvalir í Langadal í æsku fyrir um sjötíu árum, eru það góðar og langþráðar fréttir að austursýslan skuli nú verða eitt sveitarfélag. 

Allt frá því að ungur kúarektur rak kýrnr í fyrsta sinn á beit upp í fjallið fyrir ofan Hvamm og horft var þaðan til vesturs yfir svæði, sem skiptist í hreppa með sumum hreppamörkunum í miðjum dölum, hefur svona sameining verið hjartans mál.  

Vonandi mun hún auka samtakamátt og víðsýni hjá þeim, sem fyrrum voru oft kallaðir Austur-Húnvetningar. 


mbl.is Sameining samþykkt í Húnaþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1938 lykt af þróun mála í Úkraínu.

Ádolf Hitler var valinn maður ársins 1938 af tímaritinu Time, og ekki að ástæðulausu.

Á því ári hafði honum tekist innlima gervallt Austurríki og auk þess stóran hluta Tékkóslóvakíu inn í Þýskaland án þess að þurfa að hleypa af skoti. 

15. mars innlimaði hann síðan allt Tékkland og gerði Slóvakíu að leppríki; og enn á ný var þetta gert án þess að hlaypt væri af skoti og lýsti því hróðugur yfir að ríkið Tékkóslóvakía væri ekki lengur til. 

Aðferð hans er kunnugleg í ljósi núverandi ástands í Úkraínu. Þýskumælandi aðskilnaðarsinnar í Súdetahéruðum Tékkóslóvakíu heldu uppi miklu andófi gegn stjórnvöldum þar í landi árið 1938 og Þjóðverjar vígbjuggust Þýskalandsmegin til að skapa þrýsting á stjórnvöld í Frakklandi og Bretlandi, sem höfðu gert samning við Tékka um að koma þeim til hjálpar ef í odda skærist með þeim og Nasistunum þýsku.  

Chamberlain og Daladier fóru til fundar við Hitler í Munchen og gerðu svonefndan Munchenarsamning, sem færði Hitler Súdetahéruðin á silfurfati. 

Chamberlain veifaði samningsplaggi við heimkomuna til Bretlands og sagði að friður væri nú tryggður í Evrópu um alla framtíð. 

Rúmlega fimm mánuðum síðar lagði Hitler alla Tékkóslóvakíu undir sig, og Mussolini hinn ítalskk lagði Albaníu undir sig mánuði síðar.  

Það sem nú er að gerast í Úkraínu er sláandi líkt aðferð Hitlers 1938, söfnun herafla við landamæri og virkjun aðskilnaðarsinna í stigmagnandi óróa. 

 


mbl.is Neyðarástand í Rússlandi vegna fólks á flótta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. febrúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband