Monroekenning okkar tíma hjá Pútín, Pútínkenningin?

Á næsta ári verða liðin 200 ár síðan Monroe Bandaríkjaforseti gaf út kenningu, sem síðan hefur verið í gildi og er við hann kennd. 

Hún fól í sér að tvær heimsálfur, Norður-Ameríka og Suður-Ameríka, skyldu teljast á áhrifasvæði Bandaríkjanna og að Bandaríkin myndu grípa til aðgerða gegn öllum afskiptum stórveldanna í Evrópu af málefnum Vesturheims. 

Og gilti þá einu þótt viðkomandi Ameríkuríki vildi sjálft bindast evrópsku stórveldi. 

Þegar Grænland var hernumið af Bandaríkjamönnum eftir að Danmörk féll í hendur Þjóðverja var það í samræmi við Monroe-kenninguna. 

Pútín telur að nágrannaríki Rússlands séu og skuli vera á rússnesku áhrifasvæði, og að Rússar áskilji sér svipaðan rétt til beitingar eins konar Pútínkenningar, sem kemur að minnsta kosti í veg fyrir að NATO og Vesturveldin taki Úkraínu og Georgíu undir hatt ESB og NATO. 

 

 


mbl.is Pútín viðurkennir sjálfstæði svæðanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helsinki 1966 - Reykjavík 2022; Finnarnir langt á undan.

Í um það bil vikudvöl í Helsinki í desember 1966 stakk það í augun, hve framkvæmd á snjómokstri í borginni var afburða vel af hendi leyst. 

Það snjóaði allan tímann, en aldrei var um hina minnstu ófærð að ræða á götum og gang- og hjólastgíum.  

Samt voru stórvirk moksturstæki ekki komin til sögunnar, heldur þurfti að handmmoka nær allt. 

Og þrátt fyrir það örlaði aldrei á því að það mynduðust háar og stórar snjóhrúgur eins og nú má sjá um alla Reykjavíkurborg. 

Hvað þá, að skipulagsleysið væri jafnmikið og víða er hér, þar sem hjóla- og göngustígar, sem virðast lofa góðu í upphafi ferðar, eru skyndlega ófærir vegna þess að það hefur "gleymst" að moka nógu stór höft til að gera stíginn eða gangstéttina færa alla leið, heldur í raun gagnslausan. 

Við virðumst vera meira en 56 árum á eftir Finnum í þessu efni. 


mbl.is Snjómokstur í ólestri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gríðarlegur styrkleikamunur á pappírnum á herjum Rússa og Úkraínumanna.

Tðlur um hernaðargetu Rússa og Úkraínumanna eru sláandi. 

Rússar eyða tíu sinnum meira en Úkraínumenn til hernaðarútgjalda. 

Þeir eru með meira en fjórum sinnum fleiri hermenn og meira en fimmfalt fleiri í öryggissveitum en Úkraínumenn. 

Íbúar Rússlands eru næstum fjórum sinnum fleiri en íbúar Úkraínu.

Rússar eru með næstum fimm sinnum fleiri skriðdreka og brynvarin farartæki og tíu sinnum fleiri herþotur. 

Þyrlur Rússa eru tuttugu sinnum fleiri og flotinn að minnsta kosti 20 sinnum öflugri. 

Nú segja tölur ekki alla sögu, en ofangreindar tölur eru samt skuggalegar fyrir Úkraínumenn og ýmsir kunna að vitna í það, að tölur sýndu mikinn styrkleikamun á milli Rússa og Finna þegar Rauði herinn réðist á Finna 30. nóvember 1940. 

Rússaher var þrefalt stærri her og fimm sinnum fleiri flugvélar, og 1200 skriðdreka á móti engum hjá Finnum.

En öllum á óvart stóðu Finnar í Rússum í rúma þrjá mánuði og það fyrst og fremst vegna margfalt meiri færni í vetrarhernaði en Rússa. En 25 þúsund Finnar voru drepnir á móti 200 þúsund Rússum.

Við ofurefli liðs var að etja rétt eins og virðist vera raunin nú hjá Úkraínumönnum. 

 


mbl.is Ræða hvernig eigi að verja Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. febrúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband