Aldeilis kostulegt að þessu ástandi linni ekki.

Fyrir nokkrum misserum var tekið upp nýtt kerfi varðandi viðvaranir og aðgerðir þegar sýnt þykir að óveður skelli á.  Tekinnn var upp litakóði, sem fer upp á rauðan lit í aðstæðum, sem eru fágæt, og komið geta með margra ára millibil.  

Um helgina skall á fárviðri, sem auglýst var stanslaust fyrirfram í öllum fjölmiðlum og kom á nákvæmlega þeim tíma sem auglýst var. Þessi viðvörun var sú fyrsta rauða, sem gefin  var út í sögu þessara viðvarana. 

Sú sem kom á undan þessari var fyrir tveimur árum. 

Nú hefði mátt halda að með þessu nýja fyrirkomulagi væri tryggt að lágmarks vandræði hlytust af svona góðu kerfi. 

En það er nú eitthvað annað. Enn, næstum þremur dögum eftir að veðrið skall á, er björgunarfólk önnum kafið við að bjarga mörg hundruð bílum, sem sumir hafa staðið fastir allan tímann. 

Flestir bílanna voru venjulegir eins drifs fólksbílar, og í viðtali við einn bílstjórann, sagðist hann hafa verið óviðbúinn þessu, því að hann hefði aldrei orðið svona fastur áður á sínum eins drifs litla sendiferðabíl. 

Í þessu óveðri voru ýmis vindhraðamet slegin og margsinnis var búið að vara við því að mikil snjókoma, slydda og síðar rigning, sem breyttist í hvöss vél, ylli því, að sem allra fæstir væru yfirleitt á ferðinni. 

Í Hveragerði fauk íþróttahús og útköllin skiptu hundruðum vegna veðurtjóns. 

 


mbl.is Fjöldi bíla fastur á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. febrúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband