Kúbudeilan leystist án stríðs. Hvað um Úkraínu nú?

Kúbudeilan hófst með því að Sovétmenn hófu uppsetningu eldflaugaskotpalla á Kúbu og sá bandaríska leyniþjónustan þá og sömuleiðis sovésk skip á leiðinni til Kúbu með frekari búnað.

Sovétmenn höfðu verið óhressir með uppsetningu eldflauga í Tyrklandi á vegum NATO og lögðu það að jöfnu við uppsetningu skotpalla á Kúbu.  

Bandaríkjamenn brugðust skjótt við og settu hafnbann á Kúbu. Haukar í ríkisstjórninni vildu harðari aðgerðir strax, sem vísast gátu boðið upp á miklu meiri hættu á allsherjar kjarnorkustríði. 

Niðurstaða Kennedybræðra var blanda af því að hnykla vöðvana og sýna hernaðarlega yfirburðastöðu Bandaríkjanna, en jafnframt að gefa nógan umhugsunartíma fyrir báða aðila til að finna lausnarmiðaða niðurstöðu þar sem báðir aðilar héldu andlitinu. 

Hún fólst á síðustu stundu í því að Sovétmenn sneru skipum sínum við og fjarlægðu skotpallana á Kúbu, en Bandaríkjamenn lofuðu í staðinn að leggja niður eldflaugapallana í Tyrklandi og að ráðast ekki inn í Kúbu. 

Hið síðarnefnda, völd kommúnista, heldur enn, 60 árum síðar, og Fidel Castro sat af sér einn og sér tíu Bandaríkjaforseta, þrátt fyrir tugi áætlana Bandaríkjamanna um koma honum fyrir kattarnef.    

Með þessu leystist deilan, en hluti af lausninni fólst í því að báðir aðilar sýndu með viðbúnaði sínum hve stórt málið var í þeirra augum. 

Raunar vitnaðist síðar, að Bandaríkjamenn höfðu áður komist að því að þeir þyrftu ekkert á skotpöllunum í Tyrklandi að halda og hefðu tekið þá niður hvort eð var. 

Rússar stunda svipaða pólitík í Ukraínu og Kínverjar á Suður-Kínahafi og við Tævan, en á báðum þessum pólitísku átakasvæðum snýst málið um að koma sér upp sem sterkastri samningsstöðu til að styrkja það sem nefnt hernaðarlegt þjóðaröryggi. 

Í vikunni var fjallað um togstreitu og deilumál Kínverja og leidd rök að því, að hættan á að Kínverjar ráðist á Tævan sé hluti af því af hálfu Kínverja að hafa sem sterkasta stöðu á svæðinu, án þess að fara í stríð. 

Ekki er ólíklegt að svipað sé að gerast hjá Rússum og lýst var hér á síðunni á dögunum.  


mbl.is Rússar sagðir undirbúa allsherjarinnrás í Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. febrúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband