Kúbudeilan leystist án stríðs. Hvað um Úkraínu nú?

Kúbudeilan hófst með því að Sovétmenn hófu uppsetningu eldflaugaskotpalla á Kúbu og sá bandaríska leyniþjónustan þá og sömuleiðis sovésk skip á leiðinni til Kúbu með frekari búnað.

Sovétmenn höfðu verið óhressir með uppsetningu eldflauga í Tyrklandi á vegum NATO og lögðu það að jöfnu við uppsetningu skotpalla á Kúbu.  

Bandaríkjamenn brugðust skjótt við og settu hafnbann á Kúbu. Haukar í ríkisstjórninni vildu harðari aðgerðir strax, sem vísast gátu boðið upp á miklu meiri hættu á allsherjar kjarnorkustríði. 

Niðurstaða Kennedybræðra var blanda af því að hnykla vöðvana og sýna hernaðarlega yfirburðastöðu Bandaríkjanna, en jafnframt að gefa nógan umhugsunartíma fyrir báða aðila til að finna lausnarmiðaða niðurstöðu þar sem báðir aðilar héldu andlitinu. 

Hún fólst á síðustu stundu í því að Sovétmenn sneru skipum sínum við og fjarlægðu skotpallana á Kúbu, en Bandaríkjamenn lofuðu í staðinn að leggja niður eldflaugapallana í Tyrklandi og að ráðast ekki inn í Kúbu. 

Hið síðarnefnda, völd kommúnista, heldur enn, 60 árum síðar, og Fidel Castro sat af sér einn og sér tíu Bandaríkjaforseta, þrátt fyrir tugi áætlana Bandaríkjamanna um koma honum fyrir kattarnef.    

Með þessu leystist deilan, en hluti af lausninni fólst í því að báðir aðilar sýndu með viðbúnaði sínum hve stórt málið var í þeirra augum. 

Raunar vitnaðist síðar, að Bandaríkjamenn höfðu áður komist að því að þeir þyrftu ekkert á skotpöllunum í Tyrklandi að halda og hefðu tekið þá niður hvort eð var. 

Rússar stunda svipaða pólitík í Ukraínu og Kínverjar á Suður-Kínahafi og við Tævan, en á báðum þessum pólitísku átakasvæðum snýst málið um að koma sér upp sem sterkastri samningsstöðu til að styrkja það sem nefnt hernaðarlegt þjóðaröryggi. 

Í vikunni var fjallað um togstreitu og deilumál Kínverja og leidd rök að því, að hættan á að Kínverjar ráðist á Tævan sé hluti af því af hálfu Kínverja að hafa sem sterkasta stöðu á svæðinu, án þess að fara í stríð. 

Ekki er ólíklegt að svipað sé að gerast hjá Rússum og lýst var hér á síðunni á dögunum.  


mbl.is Rússar sagðir undirbúa allsherjarinnrás í Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar,

Með því að koma upp fleiri, fleiri herstöðvum í viðbót, nú og þá núna í Úkraínu og Gerorgíu tekst þeim að ógna og hræða Rússa og Kínverja betur. Aðalatrið hjá NATO er EKKI að stuðla að friði og öryggi, heldur koma á ógnarhræðslu, sundrungu og óvináttu milli þjóða.
KV.     



Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 6.2.2022 kl. 21:56

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þjóðverjar fá orku úr vindmillum og sólarorku.  Sem þýðir að þeir þurfa að flytja inn gas frá Rússlandi til að frjósa ekki í vetur.  Sem þýðir að þeir vilja örugglega ekki stríð við gaurana sem geta bara fryst þá í hel.

Bara til að benda á það...

Ofan á það sé ekki ekki annað en að Biden baki sér gríðarlegar óvinsældir heimavið... ég meina MEIRI óvinsældir... ef hann fer eitthvað að stappa þarna.

Ofan á það er öllum dag-ljóst að Kínverjar fara beint í stríð við Tævan um leið og hernaður hefst þarna, sem þýðir stríð á 2 vígstöðvum fyrir USA, sem aftur: enginn kærir sig um.

Það vill þetta enginn, enginn græðir á þessu nema Raytheon, og það þjónar litlum tilgangi.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.2.2022 kl. 22:37

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Herstöðvapólitík Bandaríkjanna á rætur til stefnu, sem John Foster Dulles utanríkisráðherra Eisenhowers mótaði á árunum 1953 til 1960.  

Hún fólst í því að afgirða kommúnistalönd þess tíma með hernaðarbamdalögum þjóða sem mynduðu eins konar innilokunarhring utan um þau eins og þegar villidýr eru sett í búr. 

Stærst voru NATO frá Bandaríkjunum, Kanada og Íslandi um Evrópu austur til Tyrklands og SEATO, Suðaustur-Asíu bandalagið. 

Til varð kenning, sem beið skipbrot í Víetnamstríðinu, en nefndist Dómíónkenningin, þ. e. að það mætti ekki missa neina þátttökuþjóð úr, þá hryndi allt dómínóið. 

Bandaríska leyniþjónustan og ríkisstjórnin lagði kolrangt mat á þjóðir eins og Vietnama og Írani.  

Rétt áður en Resa Palvei Írandskeisara var steypt af stóli 1979 var rísagrein í Time með tilheyrandi glæsiforsíðu um það hve stórkostlega öflug vestræn lýðræðisöfl væru í verðandi stórveldi, Íran.  

Keisarinn, sem var haldinn mikilmennskubrjálæði, var hafinn til skýjanna. 

Framhaldið þekkja allir. 

Ómar Ragnarsson, 6.2.2022 kl. 23:31

4 identicon




Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 7.2.2022 kl. 01:35

5 Smámynd: Jónatan Karlsson

Rétt og skynsamleg færsla með enn betri og réttari athugasemdum. Það væri gaman ef einhver staurblind heiðblá Kana-handbendi reyndu að mótmæla þessu.

Jónatan Karlsson, 7.2.2022 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband