Tvöldun til þreföldun lóðaverðs veldur hækkuðu húsnæðisverði, ekki satt?

Verð á húsnæði ræðst af ýmsum þáttum, og einn sá fyrsti í byggingarkostnaði er verð lóðarinnar undir húsinu, ekki satt?  Um þessar mundir virðist flest leggjast á eitt um að hækka húsnæðisverðið og þar með leiguverð húsnæðis. 

Þetta hefur verið einn helsti þátturinn í hækkuðu húsnæðisverði og þar með vaxandi verðbólgu. 

Á það horfa ráðamenn og aðrir ráðalausir, eins nöturlegt og það nú er. 


mbl.is Lóðaverðið rýkur upp í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Besta landfarartæki, sem ég hef átt."

Bílarnir sem síðuhafi hefur átt um dagana, eru líkast til hátt á annað hundraðið, en sá fyrsti, Renault Juvaquatre, var kallaður "Hagamús" skráður á þrjá unga bræður sem happdrættisbíll vorið 1948. 

Hann var með þeim minnstu hér á landi, en til voru tvö eintök af ítalska smælkinu Fiat Cinquecento "Topolino", sem var tveggja manna bíll. 

Annan þessara Topolino hefur mátt sjá á bílasafninu á Ystafelli. 

Síðan Hagamúsin var og hét eru liðin tæp 74 ár en núna er samsvarandi bíll smábíll sama eiganda, minnsti bíllinn í umferð hér á landi, tveggja manna Tazzari Zero rafbílll árgerð 2016. 

Eftir að hann var kominn í gagnið var í fyrstu ekki hægt að sjá að neitt betra landfarartæki væri í boði á markaðnum, en matsatriðið "betra" tók þann pól í hæðina að miða við notagildið og ánægjuna á hverja krónu kaupverðs og rekstrarkostaðs. 

Að vísu bauð rafreiðhjólið Náttfari upp á tífalt lægri orkukostnað og áttfalt lægra kaupverð en Tazzari rafbíllinn, en notagildi rafreiðhjólsins líður fyrir minni hraða, sem er mest 20 km/klst og nýtist aðeins í borgarumferð, helst ekki of löngum leiðum. Léttfeti við Gullfoss

En síðan gafst færi á því sumarið 2020 að kaupa tveggja sæta rafknúið léttbifhjól hér á landi fyrir aðeins 300 þúsund krónur og með aðeins 50 aura orkukostnað á ekna 100 kílómetra.

Kostirnir fram yfir rafreiðhjólið voru miklu meiri hraði, allt að 56 km/klst, betra skjól gegn vindi og regni fyrir ökumann, þægilegri seta, sæti fyrir tvo, 130 kílómetra drægni með því að nýta útskiptanlegar rafhlöður, sem ekki eru á rafreiðhjólum. 

Og orkukostnaðurinn aðeins 50 krónur á ekna 100 kílómetra; til dæmis skottúr til Selfoss og til baka. Yamaha Gogoro

Eftir bráðum tveggja ára reynslu hefur þetta verið notadrýgsta farartækið og mest notað, mun meira en aðeins stærra bensínknúið hjól af gerðinni Honda PCX 125 cc, sem að vísu er langdrægara og hentar fyrir lengri ferðalög, en með tífalt meiri orkukostnað.   

Þetta Super Soco Cux hjól, kallað Léttfeti, er bara eitt af hratt vaxandi úrvali af svipuðum hjólum; til dæmis en Yahama er að setja í gang framleiðslu á aðeins stærra rafhjóli, Yamaha EMF,með útskiptanlegum rafhlöðum og 90 km/klst hámarkshraða.  


mbl.is „Besti bíll sem ég hef ekið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. febrúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband