Undirbúningur járntjalds í gegnum Úkraínu?

Fyrirkomulagið við innrás Rússa í Úkraínu benti til þess að veðjað var á algeran rússneskan sigur með því að ná höfuðborginni og hrekja ríkisstjórninni þar frá völdum. 

Þetta hefur ekki tekist hingað til, og þar með gæti legið beint fyrir hjá Pútín að ná samt fram helstu atriðunum í stríðsrekstri Rússa í Úkraínu síðustu átta ár, að skilja Donetsk og Luhansk héruðin auk Krímskaga frá Úkraínu  og koma þeim undir rússnesk yfirráð, hugsanlega með þeim lokaáfanga að Krím og allur austurhluti Úkraínu verði austan nokkurs konar nútíma járntjalds sem liggi frá norðri til suðurs þvert í gegnum landið. 

Pútín hefur þegar viðurkennd sjálfstæði Donetsk og Luhansk, en lega þeirra gerir drátt markalínu erfiðara út frá hernaðarlegu sjónarmiði og hætt við að Pútín sækist eftir stærra yfirráðasvæði. 

Það svæði sem Rússr hafa veitt sína viðurkenningu sem sjálfstæð svæði er samtals um 600 ferkílómetrar eða sem svarar Reykjanesskaganum, og íbúarnir alls tæplega 1,9 milljónir.  

Hluti af heildarlausninni, sem Pútín sækist eftir, gæti orðið eins konar Finnlandisering Úkraínu með hlutleysi án  inngöngu í ESB eða NATO. 


mbl.is Rússar sagðir undirbúa stórfellda árás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarastyrjaldir eru oft illvígastar og mannskæðastar.

Bandaríkin hafa tekið þátt í tveimur heimsstyrjöldum og tugum styrjalda um allan heim, en lang mannskæðust var borgarastyrjöldin um miðbik 19. aldar.

Styrjöldin í Úkraínu er á milli tveggja nágrannaþjóða sem eiga margt sameiginlegt um menningu og sögu en bæði vettvangurinn og átökin fara fram á svæðum með næsta flóknum átakaflötum sem mun geta gert hugsanlegt vopnahlé og stríðslok erfið í framkvæmd. 

Í Seinni heimsstyrjöldinni tókust Finnar og Rússar tvisvar á og að sögn rússnesks viðmælanda sem var unglingur 1941-42 var rússneska heimafólkið miklu hræddara við Finnana en Þjóðverjana, þótt þýskir hermenn hefðu fengið frítt spil til að drepa sovéska kommisara hjá Hitler á þeim forsendum að Sovétmenn væru ekki aðilar að Genfarsáttmálanum. 

Enda varð stríðið á austurvígstöðvunum 1941-1945 margfalt mannskæðara en stríðið á vesturvígstöðvunum 1940 og 1944 til 1945.  


mbl.is Selenskí kynnir „böðlaskrá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. apríl 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband