Eyjafjallajökull tók sér 11 ár. Óvissan einna verst þegar eldvirkni er á ferð.

Ellefu árum fyrir gosið í Eyjafjallajökli hófst vinna við að undirbúa þá mörgu, sem yrðu í hættu ef fjallið kynni að gjósa í kjölfar skjálftahrinu.

Haldnir voru fræðslu- og undirbúningsfundir og gerðar almannavarnaáætlanir. 

Loks kom svo gosið og þá skilaði undirbúningurinn sér vel, þótt ekkert hefði komið upp á yfirborðið í öll þessi ár. 

Þótt upplýst sé að það sé ekki ýkja mikil kvika, sem er að láta vita af sér á svæðinu við fellið Þobjörn og Svartsengi, virðist ljóst, að það geta frekar orðið tilfallandi aðstæður sem auka líkur á að kvikan komist upp á yfirborðið heldur en magn hennar. 

Best væri auðvitað að engin kvika væri að safnast fyrir, en á meðan hún er þarna ríkir óvissa, og óvissa er oft þrúgandi til lengdar. 

Og góð upplýsingagjöf eins og var á fundinum í Grindavík í kvöld er ævinlega gagnleg.  


mbl.is Ekki mikil kvika í jörðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hráefni og magn hafa löngum ráðið för hjá okkur

Eftir stríð í upphafi síðari hluta síðustu aldar voru Íslendingar fastir í þeirri hugsun, sem hafði ráðið miklu hjá nágrannaþjóðunum að einblína á framleiðslu hráefna, atvinnu fyrir verkamenn og hagvöxt. 

Erlendis hafði þessi hugsun ríkt allt frá því á 19. öld jafnt hjá auðvaldinu og launþegasamtökum. 

Eðlilegt afsprengi þessa var stóriðjustefnan, sem tók völdin á sjöunda áratugnum og hefur ríkt hér síðan. 

Fyrir aðeins rúmum tíu árum ríktu hér enn fordómar gagnvart öllu sem ekki var hægt að mæla í famleiðslumagni á hráefnum eða orku og þeir sem héldu öðru fram væru á móti atvinnuuppbyggingu, á móti rafmagni og vildu að við færum aftur inn í torfkofana. 

Þegar ferðaþjónustan innleiddi hér mestu efnahagsuppsveiflu í sögu landsins blasti hins vegar við að 19. aldar magnhugsunin, sem rædd er í viðtengdri frétt á mbl.is, væri ekki eins algild og verið hafði um langa hríð. 

Og jafnvel þótt ferðaþjónustan yrði fyrir miklu höggi í kórónaveikifaraldrinum, sýnir endurkoma hennar að innreið nýrra tíma, byggð á Verðmætasköpun, sem ásamt öðru er byggð á hugviti í skapandi greinum.  


mbl.is Við erum föst í magnhugsuninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. maí 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband