Tekjuskattleysi Alcoa í bókhaldsbrellu í orkusamningi sem fer ofar stjórnarskrá.

Í orkusamningnum, sem gerður var 2002 milli Íslenska ríkisins og Alcoa, er ákvæði um það, að Íslendingar setji ekkert þak á þá upphæð, sem Alcoa megi nota til þess að taka nógu hátt lán innan álveranna svo að útkoman verði sú, að engan skatt þurfi að borga af álverinu í Reyðarfirði, sem með þessu verður stórskuldugt á þessari bókhaldsbrellu þótt gróðinn sé í raun talinn í einhverjum milljarði króna ár hvert. 

Í ákvæðinu er tryggt að ekkert þak verði á upphæðinni sem Alcoa skammtar sér sjálft árlega í gegnum þessa skattaundanskotsleið. 

Með þessu fáheyrða fyrirkomulagi var fjárveitingavald Alþingis, sem er stjórnarskrárbundið, sniðgengið til loka samningstímans, og undantekningartilfellið gert rétthærra öllu öðru.

Eftir 15 ára starfsemi verður væntanlega hægt að telja samanlagðan ágóða Alcoa á þessu í meira en hundrað milljörðum króna. 


mbl.is Móðurfélagið í hærra skattaumhverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftir 1944 vorum við í stöðu Færeyinga á íþróttasviðinu gagnvart Dönum.

Eftir að við Íslendingar stofnuðum lýðveldi 1944 var það okkur hugstætt að sanna fyrir umheiminum að svona órþjóð gæti staðið á eigin fótum. 

Strax 1946 komu fyrsu tækifærin á íþróttasviðinu, EM í frjálsum íþróttum og landsleikur við Dani í knattspyrnu. 

Við töpuðum fyrir Dönum í landsleiknum, en okkur til happs vakti Evrópumeistaratitill Gunnars Huseby margfalt meiri meiri og víðtækari athygli en einn af ótal vináttulandsleikjum, þótt í fótboltanum væri.

Langt fram undir 1960 héldu frjálsíþróttamenn uppi heiðri þjóðarinnar á sannkallaðri gullöld frjálsíþrótta með tveimur Evrópumeisturum 1950, Erni Clausen í 2. til 3. sæti á heimslistanum í tugþráut þrjú ár í röð og Vilhjálmi Einarssyni með silfur á ÓL 1956. 

Og svo unnum við Dani tvívegis í landskeppni í frjálsum íþróttum 1950 og 51, og tókum Norðmenn með í leiðinni í þriggja landa keppni 1951, sama kvöldð og við unnum Svía á knattspyrnu. 

Verr gekk á því sviði sem sneri sérstaklega að eftirmálum sjálfstæðisbaráttunnar, en það voru landsleikir við Dani í knattpyrnu. 

Í áratugi gekk okkur ekkert með þá, gerðum aðeins tvisvar jafntefli, 1959 og 1970, en töpuðum öllum hinum leikjunum, og varð 14:2 ósigurinn 1967 svo beiskur, að svíður enn.  

Við ættum því allra þjóða helst að skilja best allra þjóða ósvikna sigurgleði Færeyinga yfir Dðnum í flokkaíþrótt á stórmóti. 


mbl.is Tímamótasigur Færeyinga á Dönum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. júlí 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband