Rafflug getur skapað möguleika í innanlandsflugi en síður í millilandaflugi.

Það blasir við að rafknúnar flugvélar geta rutt sér hratt til rúms á stuttum flugleiðum. 

Eins og nú er komið málum, gætu flugleiðir eins og til Vestfjarða, Norðurlands og Vestmannaeyja komið til greina, og stutt flug á borð við kennsluflug er heillandi möguleiki. 

En hugmyndir manna um samkeppni í flugi á lengri leiðum svo sem yfir Atlantshafið með viðkomu á Íslandi reka sig á þann mikla ólkost rafknúinna farartækja eins og flugvéla, að ef þau eiga að geta klifrað upp í nægilega hæð til að komast yfir veður og nýta sér minni loftmótstöðu í hærri hæðum, eru orkugeymar og vélbúnaður bæði margfalt þyngri en hjá flugvélum knúnum eldsneyti, og þar að auki brenna eldsneytisknúnar vélar orkugjafanum á flugi og léttast mikið við það, - nokkuð sem rafknúin flugvél getur ekki.  

Í rafknúinni flugvél eins og forsetinn flaug í í dag, verður að sætta sig við það, að orkugjafinn léttist ekkert á flugi.  


mbl.is „Ég er heill á húfi!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fer nú söngurinn um "40 þúsund fífl í París" ekki að hljóðna?

Upphaf ráðstefnu um loftslagsmál í Reykjavík í fyrradag var að blaðamaður, sem efaðist um að loftslag á jörðinni færi hlýnandi, tók sig til fyrir mörgum árum og kom upp eigin myndavélum og tækjum til þess til þess að safna gögnum um sem flesta jökla, meðal annars íslenska. 

Niðurstaða hans var hin sama og blasað hefur við milljónum ferðafólks um áratuga skeið, til dæmis við Sólheimajökul. 

Engu að síður hefur söngur vantrúarmanna haldið áfram að heyrast, þótt heldur dragi úr honum. 

Fyrir aðeins nokkrum dögum var því til dæmis enn haldið fram af einum þeirra, að Ök jökull lifði enn góðu lífi og að það hefði falsfrétt að hann væri á förum. 

Og enn bregða vantrúarmenn fyrir sig orðum eins og "40 þúsund fífl í París" varðandi umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í þeirri borg.   

Síðuhafi hefur starfs síns vegna átt þess kost að fylgjast með íslenskum jöklum árlega í 60 ár, og sjá með eigin augum hvernig þeir hafa hopað. lækkað og styst á þessum tíma.   

Fór meðal annars með ömmu gömlu í heimsókn að Svínafelli í Öræfum þar sem hún átti var alin upp á árunum 1903 til 1918 og mundi glögglega eftir því hve stutt Svínafellsjökull átti eftir árið 1903 til að komast alla leið inn að bæjarhúsunum. 

En í umræðum um þessi mál hefur ríkt stanslaus söngur á samfélagsmiðlum og hér á blogginu um það að allar fréttir um áhrif loftslagshlýnunar á jökla heimsins séu lygar og falsfréttir.    


mbl.is Jöklar í Sviss minnkað um helming
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. ágúst 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband