Er ekki jákvætt ef spáð óveður verður ekki eins illskeytt og spáð var?

Svarið við þessu var nei hjá viðmælendum úr hópi ferðaþjónustumanna í útvarpi í hádeginu. 

Þeir voru grautfúlir yfir því að veðrið náði ekki alveg viðmiðum gulrar viðvörunar, sem var tekin úr gildi klukkan fjögur og töldu að veðurstofan hefði ekki átt að gefa slíka viðvörun út. 

Sem sagt; það var hið versta mál að veðrið varð skárra en búast mátti við. 

Engin veðurfræðileg rök færðu þeir fyrir þessari gagnrýni, heldur skautuðu fram hjá því, að á fáum stöðum á hnettinum eru meiri átök og sviptingar í veðrinu og hér á landi í janúar, raunar er þá að meðaltali mesti munur á jörðinni á loftþrýstingi; lægsti loftþrýstingur jarðar suðvestan við landið á móti næst hæsta háþrýstingi jarðar yfir Grænlandsjökli. 

Þessu fá veðurfræðingar ekki breytt, heldur verða lifa með því að aðeins nokkurra tuga kílómetra skekkja á för lægðar yfir eða við landið, getur haft miklar og ófyrirsjáanlegar breytingar í för með sér. 

Raunar hefur verið undravert bæði núna og þó einkum fyrir hálfum mánuði, hve vel spáin rættist þó. 

Það byrjaði að snjóa aðeins ðrfáum klukkustundum síðar en spáð var í gær, og niður féll snjór, sem þó fjandakornið um 7 sentimetrar á þykkt. 

Þegar við bættist að frostið var í kringum tíu stig, þurfti sáralítið að herða vind til þess að skafrenningur myndaðist. 

Skekkjan í gær nam aðeins nokkrum prósentum og krafan um 100 prósent veðurspá er óframkvæmanleg.  

Enn síður er ráðlegt að krefjast þess að hætt verði við að gefa út gular, appelsínugular og rauðar viðvaranir og að við það að fara út í slika afturför aftur til fyrri tíma í veðurspám. 

Óveður koma jafnt um helgar sem virka daga hér á landi í skammdeginu sem óhjákvæmileg afleiðing af því hvar Ísland er; við mót mestu veðurofsaátaka á jörðinni. 


mbl.is Meira um vatnsleka en flugeldaslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. janúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband