Musk tekur Henry Ford á þetta.

Uppgangur Elons Musk minnir um margt á uppgang Henry Ford einni öld fyrr. Báðir urðu meðal ríkustu manna heims á undraskömmum tíma í kjölfar byltingar á sviði bílaframleiðslu. 

Bíll Fords hét Ford T og var hvort tveggja í senn svo sterkbyggður miðað við þyngd og einfaldur og ódýr í framleiðslu að hægt var samhliða færibandabyltingu við smíðina, að Ford lækkaði söluverðið jafnt og þétt þrátt fyrir stanslausar hrakspár nær allra annarra. 

Aðferð Fords miðaðist við það, að með því að lækka söluverð Ford T svo mikið að margfalt fleiri hefðu efni á að eignast svona bíl en áður, myndi hin ævintýralega mikla söluaukning á bílnum skila vaxandi gróða. 

Þetta tókst í fjórtán ár með þeim árangri að helmingur allra bíla heims var af gerðinni Ford T. 

En velmegunin, sem fylgdi "the roaring twenties" orsakaði hrun á sölu Ford T þegar keppinautarnir fór að bjóða miklu fullkomnari dýra fyrir mun lægra verð en áður. 

Úm síðustu aldamót útnefndu Ford T sem bíl aldarinnar engu að síður.  

Ævintýri Elon Musk byggðist á tæknilegum framförum sem buðu upp á framleiðslu á byltingarkenndum rafbíl einmitt þegar stórbreyting á gildi rafbíla var að ganga í garð. 

Musk varð fljótur til að sjá möguleika sem nægðu til að skjóta honum fram til forystu í rafbílaframleiðslu heims og upp í hóp áhrifamestu og ríkustu manna heims. 

Segja má að Musk hafi náð þessum undraverða árangri með því "að taka Henry Ford á þetta."

Nú bregður hann á það ráð í ljósi aukinnar samkeppni að stórlækka verð bílanna svipað og Ford hafði gert rúmri öld áður. 

Hins vegar allt óvíst um það hvort Musk reikni dæmið rétt. 

Hrunið á sölu Ford T. 1924-1927 kom Ford óviðbúnum svo í opna skjöldu, að framundan var erfið barátta hjá honum til æviloka, og voru verksmiðjurnar nærri gjaldþrota. 

Eins og er, virðist slíkt síður líklegt hjá Musk en Ford, en spennandi timar eru framundan í ljósi þessarar djörfu aðgerðar hans. 


mbl.is Tesla lækkar verð á bílum um 20%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snjómoksturinn er vandaverk.

Það hefur verið fjallað svolítið um mismunandi vinnubrögð við snjómoksturinn í Reykjavík hér á bloggsíðunni að undanförnu og einnig í febrúar í fyrra, og sýndar myndir af mismunandi vinnubrögðum sem sýna vel hve þau geta verið misjöfn, allt frá mislukkuðum mokstri til snilldarvinnubragða. 

Dæmið frá Hólmsheiðarvegi er sláandi um eitt mikilsverðasta atriði svona moksturs, og það er að hugsað dæmið fram í tímann, allt til enda. 

Borin hafa verið saman vinnubrögðin í Helsinki í desember 1966, þar sem herskari af snjómoksturmönnum var sendur til moksturs strax í upphafi snjókomunnar til þess að koma í veg fyrir að snjórinn fengi tækifæri til að troðast niður af fótum og hjólum og verða þannig að uppleggi fyrir klaka síðar meir. 

Að vísu eru hvergi nærri eins miklir umhleypingar í Helsinki og í Reýkjavík, en hér "heima á klakanum" sýnir reynslan núna og í febrúar í fyrra, að það ætti að vera liðin tíð að treysta alltaf á að klakinn og hálkan eyðist fljótlega í næsta hlákukafla. li

Finnar lifðu enn við kröpp kjör 1966 og voru stríðsskaðabætur við Sovétmenn þungur baggi. Þeir urðu að beita frumstæðu handafli mestan part, og munurinn mikill á því ástandi og öllum tækjakostinum sem við eigum núna sextíu árum síðar. 

Ævinlega er sú hætta fyrir hendi, að hálkutímabilið verði miklu lengra en ella af því að klakabunkum er gefinn tími til að verða mun illskeyttari og langlífari heldur en ef reynt er að koma í veg fyrir það með forvarnaraðgerðum að þeir fái næði til að koma á svipuðu ástandi og í til dæmis hinum stórfelldau slysaköflum hér um árið sem kostuðu ekki aðeins þjáningar beinbrotinna og lemstraðra, heldur einnig bein fjárútlát.  


mbl.is Gremst snjólosun borgarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. janúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband