Markverðir eru stundum á við hina liðsmennina til samans og vinna leiki.

Sænskur markvörður skellti markinu nánast í lás í lokakafla leiks liðs hans við íslenska landsliðið í kvöld og varði hvert "dauðafærið" af öðru. 

Var réttilega valinn maður leiksins eftir leikinn.  

Þetta er nú eitt sinn sérstaða markvarða í handboltanum, en þó verður þess að geta að stór hluti af þessu er stundum góð vörn samtaka varnarleikmanna.   

Það reyndist ágætur mótleikur að setja Kristján Örn Kristjánsson inn á, því að hann hélt uppi markaskoruninni með hans naut við, en hefði kannski átt að vera notaður fyrr í leikjum liðsins. 

Ekki skyldi hengja haus yfir tapinu í kvöld; því að næstu árin eigum við möguleika á að eignast lið með óvenjulega breidd ungra og vaxandi leikmanna undir stjórn þjálfara, sem færi næg tækifæri til lengri og meiri undirbúning en verið hefur. 

Hugsanlega eiga fleiri af bestu landsliðunum eftir að tapa fyrir Svíum, og ef þeir verða í verðlaunasæti er engin skömm að tapa fyrir þeim. 

 


mbl.is Von Íslands orðin afar veik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breiddin og nýting hennar er aðalatriðið í handbolta.

Einn af talsmönnum hefur sagt að í íslenska leikmannahópnum á HM séu sjö af allra bestu handboltamönnum heims og leitun sé að öðru liði, sem geti státað af slíku. 

Hann telur þetta þó ekki aðalatriðið heldur hitt hvort breiddin í hópnum sé svo mikil, að hægt sé að tela fram tveimur fullmönnuðum liðum, þar sem hægt sé að beita fleiri en einni jafn áhrifamiklum leikuppstillingum og aðferðum. 

Á langdregnu stórmóti sé beiting nógu margra manna í fremstu röð með fleiri en einu vel æfðu og árangursríku leikskipulagi sigurvænlegri kostur en það hvort hægt sé að stilla upp liði með sjö bestu leikmönnum heims.  

Þetta eru athyglisverðir punktar og þrátt fyrir tíu marka sigur í leiknum við Grænhöfðaeyjar, gátu Grænhöfðamenn skorað allt of mörg mörk á ódýran hátt þegar slaknaði á íslensku vörninni við það að halda uppi þeim gríðarlega hraða og einbeitingu sem góð vörn kostaði. 


mbl.is Stemningin í landsliðinu hefur breyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. janúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband