Voru það ekki við sem "stálum" hú-inu fyrst frá Motherwell?

Á einhver höfundarrétt að "húinu" fræga, sem við Íslendingar gerðum heimsþekkt? 

Í viðtengdri frétt er greint frá komu Roaldos til Sádi-Arabíu, og því að hú-ið góða sé í för með kappanum. 

Ef rétt er munað eigum við samt ekki upptökin að þessu hrópi, heldur breskt fótboltalið, sem lék einn leik hér á landi og notaði hrópið.

Gott ef það var ekki skoska liðið Motherwell.   

Það er hins vegar hæpið að treysta daufu minni varðandi þetta og væri fróðlegt ef einhver gæti rakið söguna rétt og skilmerkilega til upphafsins. 


mbl.is Stuðningsmenn Ronaldo stálu hú-inu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofanflóðasjóðurinn langsvelti en flóð falla þegar þeim sýnist.

Eftir mannskætt snjóflóð á Seljalandsdal 1994 var fenginn norskur snjóflóðasérfræðingur til að meta ástandið vestra. Hann var spurður, hvar væri snjóflóðahætta og svaraði: "Þar sem getur snjóað og landinu hallar."

Hann benti á að víða væri búið að reisa byggð og mannvirki, en samt gerðist ekkert í þeim málum til varna og í hönd fóru snjóflóð 1995 og 1996, sem alls bönuðu hátt í fjóra tugi manna. 

Svo fór að loks var stofnaður svonefndur Ofanflóðasjóður til að standa að myndarlegum snjóflóðavörnum víða um land. 

En þá gerðist algengt fyrirbæri, að ráðamenn tóku peninga úr sjóðnum og ráðstöfuðu í annað. 

Enn í dag falla flóð og valda tjóni, meira að segja á Flateyri þrátt fyrir varnir þar. 

Á Patreksfirði féll aurflóð inn í kjallara húss í kringum 1950 en engan sakaði, og ennþá,  meira en sjötíu árum síðar, er framkvæmdum á verksviði Ofanflóðasjóðs ekki lokið.   

Enn í dag geta því flóð af ýmsu tagi, aurflóð, krapaflóð og snjóflóð, falli hvenær sem er, því að um þetta fyrirbrigði má segja, að flóð falli þegar þeim sýnist, nú síðast fyrir nokkrum dögum á þjóðveginn um Raknadalshlíð skammt frá Patreksfirði.  


mbl.is Fjórir fórust í krapaflóðunum 1983
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. janúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband