Lélegt fyrsta viðbragð: Búið spil "á klakanum."

Stórhríðin 16. desember kom á versta hugsanlegum tíma, þegar frí og skyldudjamm helgarinnar brustu á. 

Fyrsti lærdómur: Veðrið tekur ekkert tillit til óska og venja hjá mönnunum, heldur fer sínu fram.  

Fyrstu klukkustundirnar ráða mestu eða nær öllu um framhaldið, því að við það að bílar og fólk troði snjoinn niður, harðnar hann og verður þetta líka fína efni í klakann á síðari stigum, sem bæði er miklu erfiðari að fjarlægja, heldur en ef lausamjöllinni er mokað burtu jafnóðum. 

Í Helsinki í desember 1966 var hægt að sjá hvernig menn hafa haldið á spilum þar alla tíð; að verða ekki á eftir snjónum.   

Næstum sextíu árum síðar á landi sem heitir Ísland standa ráðamenn á gati varðandi þetta einfalda lögmál. 

Þremur vikum eftir upphaf snjókomunnar er enn ómokað hvar sem litið er.   

Orðavalið "heima á klakanum" hefur stundum verið gagnrýnt, en hvað snjómoksturinn snertir er það svo sannarlega sannmæli. 


mbl.is Viðbragð í mokstri of seint fyrsta daginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. janúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband