"Finnlandiseringin" úr sögunni í bili?

Miðað við það, sem á undan var gengið frá 1939, sluppu Finnar nokkuð vel frá samningunum um landamæri og áhrifasvæði í Evrópu í lok stríðsins, miklu betur en Eystrasaltslöndin þrjú, sem voru hreinlega hernumin og innlimuð í Sovétríkin í júní 1940.

Í stríðslok féllu Austur-Þýskaland, Pólland, Tékkóslóvakía, Ungverjaland, Rúmenía og Búlgaría beint inn í hóp ríkja sem gerð voru að leppríkjum Sovétmanna með beitingu hervalds, og Júgóslavía bjö við kommúiskt stjórnarfar. 

Svíþjóð og Austríki voru hlutlaus, og þegar NATO og Varsjárbandalagið voru stofnuð, urðu Svíþjóð, Finnland og Austurríki nokkurs konar stuðpúðaríki ("buffer zone") þannig að bein landamæri milli NATO og Varsjárbandalagsins voru aðeins milli Vestur-Þýskalands að vestanverðu, en Austur-Þýskalands og Tékkóslóvakíu að austanverðu við landamærin. 

Rússar höfðu ráðist á Finna haustið 1939 með kröfum um að færa landammærin fjær Leningrad og færa Vyborg og umhverfi hennar undir Rússland og sömuleiðis að loka aðgengi Finnlands að sjó og missa hafnarborgina Petsamo.   

Þessu höfnuðu Finnar en urðu að sætta sig eftir harðvítugt stríð við harða friðarsamninga í mars 1940 með miklum missi lands. 

Finnar reyndu að ná þessu landi aftur í slagtogi með Þjóðverjum í júní 1941 en gættu sín þó að ganga ekki lengra en það, sem þurfti til að endurheimta fyrrum finnskt land þrátt fyrir sérstaka leynilega ferð Hitlers á fund Mannerheims leiðtoga Finna um aukna liðveislu Finna. 

Hitler fór að miklu leyti erindisleysu og sýndi Mannerheim mikla stjórnvisku hvernig hann hagaði málflutningi sínum, sem líklega skilaði sér í í því að þrátt fyrir harða friðarsamninga 1945 héldu Finnar sjálfstæði sínu, en þurftu að borga miklar stríðsskaðabætur og sætta sig við sovéska herstöð um nokkurra ára skeið. 

Þar að auki urðu þeir að bera hvaðeina í sínum málefnum undir Rússa og hafa við þá mikil viðskipti, og var þessi friðþægingarstefna ítarlegs hlutleysis, kölluð "Finnlandisering."

Aðeins einu sinni kom til þess að orðið væri við tilmælium Rússa um að skipta um mann í ráðherrastól um skamma hríð, og Finnar fengu að halda aðild sinni að Norðurlandaráði og rækta vestrænt lýðræði og norræna menningu. 

Ef Svíar og Finnar ganga nú í HAT0 verða landamæri Finnlands og Rússlands jafnframt landmæri NATO og Rússlands með ekkert "buffer zone". 

Og það er ekki eftir neinu að bíða með öryggismannvirki á borð við það, sem nú er byrjað á eins og greint er frá í viðtengdri frétt á mbl.is. 

Þegar síðuhafi ók ásamt hópi norrænna bílablaðamanna 1978 frá Ivalo í Finnlandi um Kolaskaga til Murmansk, var undravert að sjá hve lítill viðbúnaður var við landamærin í krafti Finnlandiseringarinnar og ekki síður að sjá í Murmansk blasa við gjaldþrot sovétkommúnismans. 

Ný landamæramannvirki eru því fréttnæm nú. "Finnlandiseringin" heyrir líklega þegar sögunni til. 

 

 

 


mbl.is Finnar girða fyrir Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrikalegur aðstöðumunur.

Aðstöðumunurinn hjá íslensku afreksfólki í íþróttum miðað við keppinautana frá erlendum þjóðum hefur alla tíð verið svo mikill að fyrirliggjandi upplýsingar um það stinga í augum. 

Það er merkilegt að þessi mál skuli enn vera á svipuðu stigi og fyrir rúmum 70 árum, þegar íslenska liðið á EM í frjálsum íþróttum með eitt par af nýjum keppnisskóm fyrir menn sem börðust í þremur greinum um gullverðlaun og fengu fleiri verðlaun en sænska frjálsíþróttastórveldið. 

Jafnt þá sem nú var starf landsliðsþjálfara of dýrt til að vera fullt starf, svo að framfarirnar á þessu sviði eru í raun afturför. 


mbl.is Greiddu jafn mikið fyrir einkaflug og KKÍ fær á einu ári frá ÍSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. febrúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband