Minnir á orðræðuna þegar Sigmundur fór ekki til Parísar.

Yfirbragðið á umræðunni í Alþingi, sem greint er frá í viðtengdri frétt á mbl.is, um viðveru eða öllu heldur fjarveru ríkisstjórnarinnar, minnir dálítið á það, þegar þjóðarleiðtogar heims flykktust til Parísar fyrir átta árum til þess að sýna Frökkum samhug eftir mikil hryðjuverk í París í höfuðstöðvum blaðsins Charlie Hebdu. 

Íslendingum stóð til boða að senda okkar mann, en þáverandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sá sér ekki fært að fara og bar við tímaskorti, enda ómissandi og önnum kafinn hér heima. 

Þá varð þessi vísa til:

 

Forystu Íslands féllust hendur;

til Frakklandi var því enginn sendur. 

Héðan fór enginn yfir hafið, 

því enginn er betri´en Sigmundur Davíð. 


mbl.is Talaði um málþóf og uppskar hlátur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrikalegt vanmat Þjóðverja 1941-42. Hvað nú?

Þótt Pútín sé að bera saman ólíka heri og stjórnendur með þýskum skriðdrekum núna og árin 1941 til 1942, er eitt sameiginlegt atriði hugsanlega: Vanmat Þjóðverja á stærð og getu rússneska hersins.  

Í upptðku, sem varðveist hefur af samtali Hitlers og Mannerheims leiðtoga Finna 1943, lýsir Hitler því, að eftir að Þjóðverjar höfðu fyrstu fimm mánuði sóknar sinnar inn í Sovétríkin talið Rauða herinn gersigraðan eftir að hann hefði misst milljónir manna og stóran hluta vígbúnaðar síns og iðnaðarframleiðslu auk kornakranna í Úkraínu, væri stríðið unnið. 

Þá hefði engan órað fyrir því að Rússum hefði tekist það kraftaverk að flytja hergagnaverksmiðjur sínar í heilu lagi meira en þúsund kílómetra austur fyrir Úralfjðll, og því gætu þeir framleitt 3000 flugvélar á ári og alls 84 þúsund T-34 skriðreka, auk þess að kalla til margra milljóna varalið og öflugar og vel búnar hersveitir yfir endilanga Síberíu. 

En á grundvelli þessa hefðu Rússar stöðvað innrásarherinn aðeins 19 kílómetra frá Kreml og unnið orrustuna um Moskvu. 

Úkraínustríðið hefur að vísu byrjað með hrakförum Rússa eins og stríðið 1941, en spurningin er hvort sterk föðurlandsskírskotun nú, líkt og 1941, muni ráð úrslitum um eflingu rússneska hersins að því marki að herða stríðið og draga það á langinn. Þýsku Leopard skriðdrekarnir eru að vísu góðir, en Pútín reynir að minna landa sína á það, þegar þýskir Panther skriðdrekar fóru síðast fram í landi þeirra 1941.   


mbl.is Óskar eftir orrustuþotum frá Evrópuþjóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alger sérstaða Íslands í Evrópu hvað varðar millilandaflug.

Á meginlandi Evrópu eru ótal stórir millilandaflugvellir, sem hægt er að velja úr sem varaflugvelli ef þörf er á.  

Víða er hægt að hefja flug og velja úr mörgum völlum, sem eru í innan við hálfrar stundar flug í burtu.  

Ísland hefur hins vegar algera sérstöðu varðandi það, að frá Keflavík til Glasgow, sem er sá völlur handan hafsins, sem næst er, eru rúmlega 1300 kílómetrar, eða hátt í tveggja stunda flug. 

Ef fullhlaðin þota missir afl á öðrum hreyflinum eftir flugtak á Keflavíkurflugvelli, ef verðurskilyrði á vellinum eru það léleg, að ekki er hægt að lenda þótt hægt sé að hefja sig til flugs. 

Í slíku tilfelli er hæpið að fara til Akureyrar á einum hreyfli vegna fjöllóts landslags og vandasams aðflugs. 

Þá getur komið sér vel að geta lent sem fyrst á Reykjavíkurflugvelli, sem er aðeins í fimm mínútna fjarlægð.  

Flugvallafæðin á Íslandi, vegalengdin yfir hafið, skortur á innviðum og flughlaðsrými á Egilsstöðum og fjallaþrengsli á Akureyri þýðir sérstöðu Íslands, sem mörgum virðist um megn að  skilja. 


mbl.is Flaug alla leið frá Evrópu en sneri við yfir Hveragerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. febrúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband