Liverpool með besta stuðningsmannalagið?

Þegar skiptar skoðanir eru um ensku knattspyrnuliðin er athyglisvert hvað fólk færir fram misjöfn rök fyrir afstöðu sinni. Stundum er ekkert sérstakt fært fram eins og til dæmis á sjöunda áratugnum þegar Leeds átti fjölmennan stuðningsmannahóp í Mývatnssveit. 

Stundum ræður tilviljun, eins og til dæmis þegar ég fékk mér Range Rover árgerð 1973 á 38 dommu dekkjum til notkunar í jöklaferðum, og var stórt Arsenal merki í afturglugganum hægra megin. 

Á heimili dóttur minnar og tengdasonar hefur alla tíð verið mikil fylgisspekt við Arsenal og var þessum fornfáalega bíl fagnað mjög þar á bæ og æ síðan.   

Sjálfur hafði ég þá tekið ástfóstri við Liverpool á þaim forsendum, að þar á bæ væru þeir með besta stuðningsmannalagið.   

Arsenal merkið er hins vegar enn í glugganum á hinum hálfrar aldar gamla Range Rover og á síðustu leiktíð er því ekki að neita, að stuðningur við Arsenal í krafti velgengni þess félags hefur veitt stuðninginum við Liverpool harða samkeppni.    


mbl.is Kveikjan að formannsslag Sjálfstæðisflokksins?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. júní 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband