Seinkun skóladags er löngu tímabær. Betra er seint en aldrei.

Á veturna háttar þannig til hjá yfirgnæfandi meirihluta landsmanna býr við stillingu klukkunnar þannig að hádegi er ekki fyrr en klukkan klukkan langt gengin í tvö.  

ÞAð þýðir að meirihluti skílatímans og sá hluti sem mestu ræður, er þannig, að sól rís ekki fyrr en komið er fram undir hádegi. 

Fyrir rúmum áratug voru uppi talsverðar deilur hér á landi um það að færa klukkuna til. 

Niðurstaðan varð sú að það var ekki gert, en í umræðunni kom fram, að til væru önnur ráð til þess að auka birtuna fyrstu klukkustundir skóladagsins, til dæmis með því að færa hann einfaldlega til.   

ÞÁ hefði verið kjörið að gera það strax, en það hefur því miður dregist. Nú loks hillir undir það, og var löngu tímabært. 

En betra er seint en aldrei. 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Samstaða ríkir um seinkun skóladags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarið loksins að koma fyrir alvöru?

Almanakið segir ekki allt um það hvenær hásumar ætti að vera, því að enda þótt bjartasti hluti þess með mesta sólarhæð sé í kringum 20 júní, sýna veðurtölur, að hljýjast að meðaltali er í kringum 20. júlí, mánuði síðar, og að hásumarið veðurfarslega er frá 20. júní til 20. ágúst. 

Þetta skynjuðu stjörnufræðingar eins og Stjðrnu-Oddi, og fyrsti sumardagur var settur inn mánuði síðar en á jafndægri að vori, og fyrsti vetrardagur mánuði síðar en jafndægri að vori. 

Nu benda veðurspár til að í vændum sé fyrsta alvðru hitabylgjan um allt land í senn, sem endist lengur en bara í nokkra daga.  


mbl.is Betra veður á Austurlandi en á Tenerife
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. júní 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband