Sauðárflugvöllur bættist við í 24 stiga hita í morgun.

Hér er framhald af myndskreyttum bloggpistli í morgun um hitabylgjuna á hálendinu og alþjóðlega umferð á BISA Sauðarflugvelli international airport sem hófst í morgun með lendingu tveggja hreyfla Twin Otter flugvélar með þrettán manns innanborðs, sem er í Íslandsferð, komin frá Stokkhólmi með viðkomu á Höfn í Hornafirði og Mývatni. DSC00084  

Yfir Sauðárflugvelli stukku tólf fallhlífarstökkvarar út og tóku myndir, sem settar verða hér inn, meðal annars af stökki eins þeirra í ferðinni. 

Flugvélin er í eigu Íslendinga erlendis, aðallega í Stokkhólmi, og kom þaðan. Í tólf ára sögu Sauðárflugvllar international airport með alþjóðlega einkennistákninu BISA er þetta stærsta flugvélin, sem hefur lent þar, að áður hafa Fokker 50 og Boeing 757 gert aðflug að vellinum án þess að lenda. 

DSC00080DSC00078DSC00081 

DSC00082


mbl.is Neysla ferðamanna jókst um 80% á milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í fyrradag var mesti hiti landsins á norðausturhálendinu, 24 stig!

Nú er sumum varla farið að lítast á blikuna með hina eindæma löngu þurrka og hita á austanverðu landinu. DSC00074

Á bloggsíðu Trausta Jónssonar er greint frá því að hjá Upptyppingum, fjalli sem liggur á milli Öskju og Sauðárflugvallar, hafi orðið hæstur hiti á landinu í fyrradag, 24 stiga hiti!  

Hafi aðeins tvisvar í sögu veðurmælinga gerst svipað. Mælingastaðirnir þarna eru í 600 til 700 metra hæð yfir sjó.

Tvær litlar flugvélar, TF-REB og TT-ROS lentu á vellinum í fyrradag og var hitinn þar þá 18 stig. 

í fréttum RUV í morgun er greint frá því að kviknað hafi í tré í Hallormsstaðaskógi og að eystra þyki mönnum nóg um hina miklu þurrka og hita og áhrif þeirra á allan gróður. 

Ekki virðist neitt lát framundan á þessu. 

Í dag er ætlunin að Twin Otter flugIMG_5768[478]vél varpi út 13 fallhlífarstökksmönnum yfir Sauðárflugvelli og lendi þar síðan til þess að taka þá um borð. 

Á öllu þessu landssvæði hefur ríkt viss tegund af viðbúnaðarstigi vegna kvikusöfnunar á litlu dýpi undir Öskju og því gott til þess að vita að hugsanlegt notagildi vallarins sé prófað.  

 


mbl.is Allt að 23 stiga hiti fyrir austan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. júní 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband