Mao sagði að Bandaríski herinn væri "pappírstígrisdýr." "MAD" ("GAGA")

Á árunum 1945 til 1949 voru Bandaríkin eina kjarnorkuveldi heims og réðu árið 1948 yfir 40 kjarnorkusprengjum í ört stækkandi vopnabúri með slíkum sprengjum. 

Þeir höfðu 1945 sýnt Stalín, að þeir hikuðu ekki við að beita slíkum vopnum, og í krafti þeirrar ógnar, sem það gaf, gátu þeir afvopnast mun meira í hefðbundna heraflanum en ella og hótað að varpa kjarnorkusprengjum sínum á sovéskar borgir, ef Stalín færi yfir strikið. 

Í samræmi við það tók Stalín þá stefnu í deilunni um Berlín og fleiri núnningsfleti Kalda stríðsins að ganga af yfirvegum fram í að viðhalda heljartaki sínu á Austur-Ervópu en halda sig þó við samningana um stríðslokin. 

Þegar grískir kommúnistar sóttu að ríkisstjórninni þar í landi, lyfti Stalín ekki litla fingri þeim til hjálpar á umsömdu bresku áhrifasvæði, og uppskar í staðinn það í Ungverjalandi, að Vesturveldin héldu herjum sínum til hlés þegar Ungverjar gerðu uppreisn, sem Rússar bældu miskunnarlaust niður.  

Kóreustríðið 1950 til 1953 var fyrsta stríðið þar sem bæði Rússar og Bandaríkjamenn réðu yfir Kjarnorkuvopnum, en Kínverjar ekki, og spurningin var hvort Kanarnir myndu láta undan þrýstingi frá Douglas Mac Arthur yfirhershöfðingja um að beita þessum kjarnorkuvopnum gegn Kínverjum. 

Niðurstaðan hjá Truman forseta var að reka Mac Artur og vinna úr þrátefli í styrjöldinni með vopnahléssamningum, sem enn eru í gildi sjötíu árum seinna. 

Fyrstu 20 árin eftir samkomulagið komst á ástand sem Mao formaður lýsti þannig, að Bandaríkin væru "pappírstígrisdýr". 

Samkvæmt MAD kennisetningunni (GAGA á íslensku) felst hin yfirgengilega söfnun kjarnorkuvopna í því að skapa svonefnd ógnarjafnvægi.

Slíkt ástand á við nú um stöðuna í Úkraínustríðinu. 

Eegar MAD er í gildi hóta aðilar þess hóta því að beita kjarnorkuvopnum þótt þeir viti, að slíkt myndi getað eytt öllu lífi á jörðinni. En enda þótt þetta ógnarjafnvægi Kalda stríðsins hafi skapað ástand þar sem enn hefur ekki verið beitt gereyðingarvopnum, blasir við efinn um að þetta ástand geti gengið til lengdar. 

Um það gildir hið hið svonefnda lögmál Murphys þess efnis, að hægt sé að fara rangt að eða gera mistök í einhverjum efnum, muni það óumflýjega verða gert. 

Um það má grípa til orða Henry Ford, sem sagði að það, sem ekki væri til, bilaði aldrei. 

Sem í þessu efni þýðir, að ekki væri hægt að misbeita kjarnorkuvopnum, sem ekki væru lengur til. 


mbl.is Hótun kjarnorkuvopna merki um veikleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórfelld tilraunastarfsemi með undirstöður mannlífs á jörðinni.

Hugarfar æðibunugangs og skefjalausrar ásóknar í auðlindiri jarðar eru einkenni lifnaðarhátta nútaimans hjá hraðfjðlgand jarðarbúum. 

Það þykir óskðp eðlilegt að fimmfalda, tífalda og jafnvel hundraðfalda sjókvíaeldi án minnsta tillits til afleiðinganna af slíku offorsi. 

Sömuleiðis ríkir þessi hugsunarháttur ó orkuöflun hér á landi þar sem talað er um fimmföldun, tíföldun og jafnvel þrítugföldun orkuvinnslu og virkjana sem sjálfsagðan og eftirsóknarverða hlut. 

Einna hrikalegasta birtingarmynd þessa æðis er sú staðreynd að þenja svo neyðslusókn mannkynsins að magn koltvísýrings í lofhjjúpnum vaxi margfalt hraðar en gerst hefur áður í milljóna ára sögu lífs á jðrðinni og í höfum hennar. 


mbl.is Fiskeldi geti haft afleiðingar fyrir þorskstofninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. júní 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband