Nær daglegur virkjanasöngur. Sleginn af í Noregi fyrir 21 ári.

Hinn stanslausi virkjanasðngur sem kyrjaður hefur verið síðustu árin er að mörgu leyti orðinn margfalt stærri og víðfeðmari en hann var þegar stóriðjustefnan fór með himinskautum í byrjun aldarinnar. 

Það hefur verið haft eftir Alberti Einstein, að ef menn ætli að bregðast við mistökum sínum, sé fráleitast að reyna að gera með þvi að beita sama hugsunarhætti og skóp þau mistök, sem bæta ætti úr. 

Nú þegar liggur fyrir að 120 megavött af raforku landsins fara til rafmyntargraftar, sem er eitt af mörgum dæmum um það orkubruðl, sem búið væri að koma okkur í núvereandi stöðu.

Eina ráðið sem menn virðast sjá, virðist að keyra orkubruðlið og margföldun orkuöflunarinnar áfram af enn meiri ákafa en nokkru sinni fyrr. 

2002 lýsti Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra Norðmanna yfir því, að tími stórra vatnsaflsvirkjana væri liðinn í Noregi.  

Sem sagt, tekin upp hugsun Einsteins. Enginn háhiti er í Noregi, heldur aðeins vatnsafl, sem er meira að segja hreinna en orkan sem býr í gruggugum jökulám með tilheyrandi aur og setmyndun í miðlunarlónum.  

 


mbl.is Tíminn er naumur til að útvega græna orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. júlí 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband