"Amerískur" bíll ársins í Evrópu; tímamót.

Jeep Avenger er ekki stór bíll, aðeins einum sentimetra lengri en upprunalega Bjallan var.  

Rýmið mætti vera ögn meira í aftursætinu, en þar með er næstum upp er talið, sem finna mætti að honum.  Það hefði líka verið skemmtilegt ef fjórhjóladrifið hefði verið með frá fyrstu byrjun. 

En án fjórhjóladrifsins eru nú reyndar flestir rafbílar af þessari stærð og bílnum er ætlað að höfða til breiðs markhóps.  

Og aldrei fyrr hefur bíll með þessum uppruna hampað hinum eftirsóttu verðlaunum "Bíll ársins í Evrópu." 

Avenger er hins vegar ekki alveg einn um það að ryðja braut fyrir ameríska bíla í Evrópu. Undanfararnir eru Tesla bílarnir sem raða sér þétt í efstu sætunum á sölulistunum.  

Hvern hefði órað fyrir þessu fyrir rúmum áratug?


mbl.is Jeep með neglu í fyrstu tilraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. júlí 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband