Viðsnúningur "eðlilegt ástand" í sumarveðrinu?

Eftir ógnarlangan kafla vestlægra vindátta með vætu á suðvestanverðu landinu er nú ákveðinn "viðsnúningur" að taka völdin að sögn veðurfræðinga. Telst til tíðinda þótt segja megi um íslenska veðrið að viðsnúningar séu fremur regla en undantekning. 

Nefna má svipaðan tíma í júlíbyrjun 1976, þegar hann brast á með 5-7 stiga hita, ef hita skyldi kalla, og vakti slíkt ekki mikla ánægju á þeim árum, þegar sjónvarpið var í sumarfríi í júlí.  

Í gegnum tíðina hafa komið nokkur "Jónsmessuhret" með svo miklum kulda og snjó á norðanverðu landinu að bændur hafa misst fé í fönn.  


mbl.is Umskipti í veðrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. júlí 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband