Íslenska krafan um að komast allt á Yarisnum sínum. "Kötlujeppinn" kveður.

Á sama tíma og íslenska ferðaþjónustan nýtur góðs af orðspori einstæðrar og ósnortinnar íslenskrar náttúru er það furðu algeng krafa að hverjum Íslendingi sé tryggt aðgengi hverri einustu náttúruperlu landsins á Yarisnum sínum. 

Uppi eru kröfur um að leggja hraðbrautir þvers og kruss um allt hálendið og jafnvel líka að gosstöðvum þegar eldgos eru í gangi. 

Ósnortin náttúra og stórkarlaleg mannvirkjagerð hvar sem er, fara einfaldlega ekki saman. Range Rover Kötlujeppinn AE 039

Tilvist svoefndra jöklajeppa, sem einkum er ætlað að aka í snæviþöktum óbyggðum er hins vegar önnur saga.  

Á vegum þessarar bloggsíðu hafa verið farnar slíkar ferðir síðustu þrjá áratugi til dagskrárgerðar af ýmsu tagi, og í gær var einn dyggasti þjónninn á því sviði kvaddur, fimmtíu ára gamall Range Rover, breyttur á 38 tommu dekkjum, með aldraðri Nissan Laurel dísilvél með forþjöppu. 

1948 var síðuhafi í fyrsta sinn viðurkenndur sem eigandi bils af gerðinni Renault Juvaquatre um tæplega fjögurra ára skeið, og ótal bílar fylgdu síðar í kjölfarið frá 1959 til dagsins í dag. 

Þegar fest voru kaup á gamla Range Rovernum árið 2004 eftir notkun á Toyota Hi-lux fram að því, var ekki búist við langri þjónustu þessa fjörgamla breska öldungs, en það fór á aðra lund, því að hann hefur verið ökufær allt fram til dagsins í dag, lengur en nokkur annar bíll í minni eigu. Suzuki Grand Vitara ´98 35tommu.LM 333

Jón Hólm Gunnarsson "Landroversérfræðingur" hafði gert úr honum jöklajeppa, sem fljótlega gegndi því hlutverki næstu tvo áratugina að gegna gælunafninu "Kötlujeppinn" vegna þess hlutverks hans að standast einfeldnislegrar kröfu yfirvalda í eldgosum að banna umferð allra bíla á víðfeðmum landsvæðum nema þeirra, sem eru með minnst 38 tommu dekk. 

Krafan er einfeldnisleg, því að það eru fleiri stærðir dekkja sem taka þarf með í reikninginn þegar borin eru saman "fótspor" jöklajeppa en ysta ummál dekkjanna eitt. 

Meðal þess sem hefur áhrif er þyngd farartækisins. 

Hefur formúla þess efnis áður verið rökstudd hér á síðunni. Range Rover 73 Kötlujeppinn v Upptyppinga

Nú í haust hefur hins vegar orðið ljóst, að of mikið mál er fyrir síðuhafa að halda sig við Range Roverinn og að hann verði að láta Suzuki Grand Vitara dísil árgerð 1998 á 35 tommu dekkjum nægja, en sá jeppi er 620 kílóum létttari en Range Roverinn og í skárra ásigkomulagi. 

Eftir langar ferðir Rang Roversins um mestallt hálendi Íslands verður hans nú saknað, en bót er þó í máli, að hann fer aftur heim til skapara síns Jóns Hólm Gunnarssonar og aldrei að vita hvað þeim snillingi getur dottið í hug að ætla honum í framtíðinni. 

Á neðstu myndinni er sá gamli á leið frá Öskju að vetrarlagi með Upptyppinga framundan. 


mbl.is Vill ekki leggja nýja vegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. júlí 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband