Ferðavenjur seint klappaðar í stein. Gerbyltingin 2003.

Hafi einhver haldið að ferðavenjur Íslendinga hafi öðlast fast form utan lands og innan fyrir nokkrum áratugum, hefur það farið fram hjá honum að úr svo miklu úrvali ferða er að ræða á okkar tímum, að af því leiðir sjálfkrafa að ferðamynstrið er enn síbreytilegt. 

Fyrir aðeins þremur áratugum, á því herrans ári 2002 hafði eitt íslenskt flugfélag í raun einokun á báðum sviðum flugsins, jafnt innanlands sem utan. 

Einhver merkasti viðburður ársins 2003 var yfirleitt aldrei nefndur, hvorki þá né síðar, en það var þegar þessi einokun í áætlunarflugi milli landa var loks rofin.  

Það er engin smáræðis bylting sem síðan hefur verið stanslaust í gangi og er enn á fljúgandi ferð þegar litið er yfir sviðið, eins og það er nú. 


mbl.is Ferðamynstur Íslendinga að breytast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. júlí 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband