"Hjarta og æðakerfi hafanna"?

Veltihringrásin svonnefnda, sem mikið er pælt í núna, varð fyrst kunn fyrir tilstilli danskra vísindamanna á síðustu árum 20. aldarinnar. 

Danskir vísindamenn á sviði loftslags og hafstrauma "hafa lengið verið öflugir, enda teljast Grænland, Ísland og Færeyjar augljóslega á áhrifasvæði danskra hagsmuna. 

Dansk-íslenski sjónvarpsþátturinn "Hið kalda hjarta hafanna, "sem sýndur var á RÚV 1997 varð að umtalsefni bæði Forseta Íslands og forsætisráðherra, í áramótaávörpum þeirra og bar mikið á milli í skoðunum þeirra í þessu mál. 

Á þeim aldarfjorðungi sem síðar er liðinn, virðist heildarmyndin ekki hafa skýrst neitt, heldur virðast óvissuþættirnir enn fleiri nú an 1997.  

"Hjarta hafanna" sem fjallað var um teygði sig reyndar sem eins konar veltihringrás um Suður-Atlantshaf og Indlanshaf auk Norður-Atlantshafs, og virðist heildarmyndin hafa orðið mun margræðari og takmarkaðri í senn með árunum. 

Enn er rætt um möguleikann á kólnun hafs og veðurfars í norðvestanverðri Evrópu, og er myndin flóknari núna en hér um árið, þegar í alvöru var talað um mikla kólnun. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Boða stöðvun hafstrauma við Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. júlí 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband