Líkur á rigningu á Suðurlandi eru að jafnaði 6 á móti 4.

"lítt skiljanleg er þessi ásókn manna í það að halda útihátíðir á Íslandi", skrifaði Jónas stýrimaður hér um árið. "Það er eins og menn haldi að það rigni aldrei nema 17. júní", bætti hann við. 

Líkurnar á rigningu á Suðurlandi eru um það bil 6:4, rigningunni í vil ef marka má veðurgðgn.

Á sínum tíma datt Einari Bárðarsyni það einu sinni í hug að standa fyrir endurkomu Sumargleðinnar á útíhátíð í Galtarlækjarskógi og veðjaði á að það yrði þurrt. 

En líkurnar fyrir að tapa veðmálinu reyndust auðvitað yfirsterkari, og rigning skemmdi fyrir. 

Raunar rigndi ekki til vandræða á sjálfum mótstaðnum, en hins vegar hressilegar nær Reykjavík. 

En það var nóg til  að gera usla í áætlunum Einars.  


mbl.is Viðbúin öllu veðri um verslunarmannahelgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. júlí 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband