Eins konar viðbúnaðarstaða vegna landrisins undir Öskju?

Þegar þetta er skrifað er kvikan undir landinu við Fagradalsfjall kominn upp í fjóra kílómetra frá yfirborðinu og "almannavarnir í biðstððu."DSC00082

Nú eru liðnir nokkrir mánuðir frá því að landris við vesturenda Öskjuvatns var orðið meira en 30 sentimetrar og að kvikan þar undir væri konin í aðeins tvo kílómetra frá yfirborðinu. 

Það fylgdi fréttum að búið væri að hafa samband við helstu viðbragðsaðila  á norðaussturhálendinu og í næstu byggðum við það. 

Síðan hefur verið hljótt um Öskju en á jarðskjálftakortum Veðurstofunnar má sjá viðvarandi skjálftavirkni undir eldstöðinni, sem olli því 1875 að fimmtungur þjóðarinnar flúði land til Ameríku vegna öskufalls. DSC00085

1961 varð eldgos efst í skarðinu Öskuopi sem liggur til austurs út úr Öskju, en það var tiltölulega lítið gos og aðallega hraun sem rann frá því. Sannkallað túristagos, en á þeim tíma var afar fáfarið á þessum slóðum, ekki síst á útmánuðum. 

Eini stóri flugvöllurinn á þessu svæði, um 30 kílómetrum austan við Öskju, er Sauðárflugvöllur, sem er fimm brauta náttúrugerður malarflugöllur með 660 til 1300 metra flugbrautir auk skjóls í gðmlum húsbíl.

Hvort sem Öskjugos verður eða ekki brennur nú á umsjónarmanni hans og þessarar bloggsíðu að valta hans til fulls sem fyrst og viðhalda notagildi hans sem best og sem fyrst, því að aldrei er að vita nema það geti komið sér vel líkt og þegar gaus í Holuhrauni fyrir átta árum.  

Völlurinn kom að vísu afar vel undan vetri í júní, og hefur verið svo vel fær síðustu vikurnar, að þegar 19 sæta Twin Otter skrúfuþota kom þangað frá Stokkhólmi og lenti þar og þar stukku 13 fallhlífarstökkvarar út, létu þeir í ljós mikla undrun yfir þessu flugvallarstæði í símtölum og tölvusamskiptum.  


mbl.is Almannavarnir í biðstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. júlí 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband