Minnsta eldgos í heimi varð sennilega í Kröflueldum.

Ein skjálftahrinan í Krðflueldum virtist ætla að enda í því að kvikan hlypi til suðurs frá Leirhnjúki og kæmi upp í eldgosi á suðurenda sprungu, sem gæti valdið miklu usla í byggð fyrir sunnan Bjarnarflag.  

Mjög slæmt vetrarveður var þegar sú frétt flaug af stað að byrjað væri að gjósa í Bjarnarflagi. 

Þusti þá hópur fréttamanna og blaðaljósmyndara þangað til að kanna málið. 

Einhver í hópnum innti síðuhafa eftir umbrotum í Mývatnseldum fyrir 250 árum, og nefndi hann myndun Krummagjár við norðanvert Bjarnarflag.  

Lá leið hópsins upp í suðurenda gjárinnar, og notað var öflugt vasaljós. 

Ferðin varð stutt, því að hún endaði með því að menn litu hver á annan og áttuðu sig á þeim fíflagangi að leita að eldgosi með vasaljósi!  

Féll leiðangurinn þar með niður, en vitnisburðir fólks fenguust af því að glóandi eldgæringar hefðu staððið upp úr borholuröri um hríð í Bjarnaflagi. 

Daginn eftir kom í ljós að hraunmylsna hafði dreifst úr rðrinu og að ljóst var að þarna hefði orðið minnsta eldgos í heimi!  


mbl.is Kvikan kílómetra frá yfirborðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. júlí 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband