Bob Zubrin: Ekki spurning um hvort, heldur hvenær og hve mikið.

Til eru merk og áhrifamikil samtök Alþjóðasamtaka áhugafólks um plánetuna mars og hefur helsti talsmaður þeirra löngum verið Bob Zubrin. 

Fyrir um aldarfjórðungi var Tímaritið Time með ítarlega umfjöllun um starfsemi þessara samtaka og ræddi við Zubrin. Zubrin kom ári síðar til Íslands til að leggja línurnar fyrir frekari komur til Íslands, af því að enginn staður á jörðinni byði upp á staði og svæði, sem væru líkari þeim sem eru á mars.

Þremur árum síðar kom sendiefnd frá samtökunum til Íslands og fór meðal annars sérstaklega til að skoða líklegt æfingasvæði fyrir marsfara framtíðarinnar í Gjástykki. 

Síðar hafa rannsóknir verið hafnar með fjarstýrðum tækjum á mars, og nú er svo komið, að menn telja ekki aðeins, að í framtiðinni muni verða farið í mönnuðum geimförum til mars, heldur dvalist þar líka.

Og sífellt fleiri vísbendingar safnast smám saman um að líf í fortíðinni á mars.    

 


mbl.is Fann fleiri vísbendingar um líf á Mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru bílbrunar orðnir algengari en áður?

Þótt bílbrunar virðist vera orðnir algengari en áður var ber þess að gæta ber þess að gæta, að snjallsímar með myndatökumöguleikum eru orðnir fleiri en áður og því frekar líkur á því að myndir og fréttir af bílbrunum berist á samfélagsmiðla. 

Að auki hefur tilkoma rafbíla aukið á fréttaflutning og umræður um tíðni bruna. 


mbl.is Myndskeið: Alelda bíll á Miklubraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. ágúst 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband