Mótsagnirnar varðandi gosið.

Það er fullt af mótsögnum umhverfis gosið í Eyjafjallajökli og öskufallið frá því.

Áður hefur verið fjallað um þá mótsögn að þrátt fyrir tímabundin neikvæð áhrif á ferðaþjónustu verði áhrifin jákvæð til lengri tíma litið. 

Önnur mótsögn er sú að enda þótt þetta gos kunni með tímanum hafa reynst þjóðinni í heild happadráttur hvað það snertir að koma landinu og einstæðri náttúru þess loksins á landakortið um allan heim, þá bitna afleiðingar gossins mjög óþyrmilega á fólkinu sem býr næst fjallinu fyrir sunnan og austan það.

Þetta fólk á skilið alla samúð, hjálp og aðstoð þjóðarinnar í heild þannig að takmarkið verði það að því ekki aðeins bættur allur þess skaði, heldur gert enn betur en það.

Þriðja mótsögnin er sú að sú leið, sem askan fer nú yfir landið er sú stysta sem möguleg er og að askan fellur á eins lítið landssvæði og hugsanlegt er.

Fleir mætti nefna en læt þetta nægja. 

Tjónið yrði kannski enn meira ef öskumökkinn legði vestur yfir hinar blómlegu sveitir stærsta landbúnaðarhéraðs landsins.

Þess heldur eigum við að koma fram af myndarskap við að hjálpa þeim sem gosið bitnar á.  


mbl.is Fólk haldi sig innandyra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þar sem hér eru taldar upp mótsagnir er þetta einnig mótsögn, þar sem gjóska er slæm fyrir gróðurinn til skamms tíma en getur verið góð til langs tíma, eins og dæmin sanna, til dæmis við Eyjafjöll og í eldfjallalandinu Ítalíu:

"Tjónið yrði kannski enn meira ef öskumökkinn legði vestur yfir hinar blómlegu sveitir stærsta landbúnaðarhéraðs landsins."

Þorsteinn Briem, 7.5.2010 kl. 12:17

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ashfall breaks down over time, forming highly fertile soil, which has made many volcanic regions densely cultivated and inhabited despite the inherent dangers."

Volcanic ash - Wikipedia

Þorsteinn Briem, 7.5.2010 kl. 13:04

3 Smámynd: Njörður Helgason

Það væri vissulega mikill skaði ef öskufallið legði yfir sveitirnar á suðurlandsundirlendinu. Ef vindáttin væri austan eða suðaustanstæð. Þá væri víða erfitt.

Vissulega fer gjóskar styðstu leið á haf út eða í austur þar sem eru minni héröð en sunnanlands. Samt er þetta djöfullegt ástand þarna austur frá.

Njörður Helgason, 7.5.2010 kl. 13:12

4 identicon

Sæll Ómar, það sem mér finnst merkilegt að það sé ekki búið að flytja fólkið í Vík burt þar sem þessi aska er hættulegt í svo stóru magni eins og er þarna núna.

Ég myndi ekki vilja búa þarna og ef ég væri með börn væri það glapræði að ógna heilsu þeirra.  

Jóhannes Helgi (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 15:42

5 Smámynd: Huckabee

Ekki spurning um langavarandi jákvæð áhrif en draga vestmannaeyjar og Surtsey

Það var 1963 og 1973 Vakti heimsathygli rétt eins og nú enga panic  

Huckabee, 7.5.2010 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband