Sem sagt: Útlendingar mega eignast alla orku landsins.

Seljum fossa og fjöll.

Föl er náttúran öll. 

Og landið mitt taki tröll. 

Þessar ljóðlínur Flosa Ólafssonar eiga vel við þá stefnu sem rekin hefur verið leynt og ljóst hér á landi síðustu fimmtán ár varðandi orkuauðlindir þjóðarinnar og nú birtist í úrskurði nefndar um erlenda fjárfestingu. 

Þrátt fyrir allt sjálfstæðiskvakið á hátíðastundum er raunin sú að með tangarsókn erlendra aðila ná þeir yfirráðum yfir öllum orkuauðlindum landsins á næstu árum verði ekkert að gert.

Tangarsóknin felst í því að fyrst er risafyrirtækjum afhent orka heilla landshluta í formi orkusölu til álvera. En til þess að gulltryggja erlend yfirráð eru orkufyrirtækin líka seld útlendingum og hringurinn lokast. Tröll hafa tekið landið.

Þegar þessu ferli lýkur og álver hafa fengið alla virkjanlega orku landsins í sínar hendur munu 2% vinnuafls þjóðarinnar hafa vinnu í þessum álverum. 

Jafnvel með ítrustu reiknikúnstum um "afleidd störf" getur þessi tala aldrei orðið hærri en 8%. 

Miðað við þær óskaplegu fórnir á náttúruverðmætum, sem stefnt er að, sýna þessar nöktu tölur hve glötuð þessi atvinnustefna er.  

Gumað er af því hve þessi verksmiðjustörf séu góð þótt í öðrum löndum sé þessi atvinnustefna talin úrelt og aðir kostir mun vænlegri.

En jafnvel þótt störfin væru góð" eru feitir þjónar ekki miklir menn, hvorki nú né á tímum Árna Magnússonar. 

 


mbl.is Má eiga 98,5% hlut í HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Já! Þetta er sorglegt og veit ekki á gott.

Marinó Már Marinósson, 8.7.2010 kl. 12:21

2 identicon

Nú setja Kínverjar bara upp skúffufyritæki í Svíþjóð og????????

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 12:23

3 identicon

Fyrst ræna þeir banka og fjármagnsfyrirtæki innanfrá og síðan kaupa þeir orkufyrirtækin og útgerðirnar með stolnum peningum í gegn um erlend skúffufyrirtæki. Ok, heimsku Íslendingar, verði ykkur að góðu.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 13:04

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þetta fyrirtæki er vægast sagt mjög furðulegt. Svo virðist sem það sé eins og hvert annað braskfyrirtæki rekið á kúlulánum.

Við þurfum að kanna þetta mál betur. Allt bendir til að þetta fyrirtæki tengist spillingu sem teygir sig víða, m.a. í íslensku samfélagi. Sumir stjórnmálamenn hafa jafnvel talið það vera hafið yfir minnstu efasemdir og því allt í lagi að veita því aðgang að öllu sem penignalykt kann að stafa af.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 8.7.2010 kl. 15:49

5 Smámynd: Gerður Pálma

Elsku Ómar, þetta eru svo sorglegar fréttir að manni fallast algjörlega hendur, hvað er hægt að gera?  Er ekki hægt að áfrýja þessum gjörningi til mannréttindadómstólsins, orkan er eign landsmanna.
Ísland er okkur tapað um alla framtíð ef við náum ekki að snúa þessum gjörningi.
Það er búið að stafa fyrir okkur öll smáatriði varðandi hvaða afleiðingar sala orkunnar hefur í för með sér. Þú og Andri Snær hafið barist fyrir okkur með óhemju álagi og vinnu, hvað er að okkur? Við, þjóðin eigum ekkert gott skilið ef við leyfum þessa sölu. Ég er með sáran verk í hjarta.

Gerður Pálma, 8.7.2010 kl. 17:13

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ómar, ég er samþykk hverju orði þínu í þessum pistli. Ekki er ég sammála þér í öllum málum, en mörgum.

En hvað vilt þú nú gera í landssölumálunum? Þú leystir upp Íslandshreyfinguna og sendir hana í faðm landsölumannanna. Baráttuaflið sem þú hafðir sjálfur yfir að ráða.

Ekki er þó víst að allar brýr hafi verið brenndar - hvað hyggstu fyrir nú?

Kolbrún Hilmars, 8.7.2010 kl. 17:34

7 Smámynd: Guðmundur Guðmundsson

Þann 16. maí síðastliðinn bloggaði Pétur Tyrfingsson svo um Ísland framtíðarinnar:

"Ég sé þetta fyrir mér: Eftir 20 ár þegar fiskur á Íslandsmiðum verður sóttur af stórum skipum og fluttur eithvað annað, þegar öll virkjanleg orka verður nýtt af alþjóðlegum auðhringum sem borga einkafyrirtækjum annarra alþjóðlegra auðhringa fyrir orkuna, íslenskar sveitajarðir orðnar að hrossabúum þýskra, franskra og danskra aðalsmanna og sú staða er kominn upp að í raun búa alltof margir á Íslandi…. sem sýnir sig í því að stór hluti þjóðarinnar hefur ekkert að gera og þiggur einhverjar ölmusur hverju nafni sem þær nefnast…. þá taka sig til einhverjir Ísleningar í átthagafélagi og skipa rannsóknarnefnd (því íslenska ríkið getur það ekki) til að grafast fyrir um það hvernig í ósköpunum blómlegt samfélag var lagt í rúst á einum áratug… 2008-2018."

Erum við ekki á þessari leið? Verðum við kannski orðin of mörg eftir nokkur ár? Fáeinir feitir þjónar í vinnu en hinir á bótum og byggðastyrkjum.

Guðmundur Guðmundsson, 8.7.2010 kl. 17:58

8 identicon

Sjallarnir eru ótrúlegir. Þeir myndu selja ömmur sínar ef tækifæri gæfist.

Þetta lið er svo "durch und durch Korrupt", að manni hryllir við. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 20:24

9 identicon

Þegar ríkisstjórninni var bent á hvað var að gerast í þessum viðskiptum þarna suðurfrá, hvað gerði hún þá? "Athuga málið" "Lítur ekki vel út". En hvað svo? Hún gerir akkúrat ekki neitt! Mitt sjötta sinni segir mér, að einhverjir einstaklingar í ríkisstjórninni eiga hagsmuna að gæti í þessum viskiptum. Mjög sennilega hluthafar í Magma Energy og þá eflaust einhverjir útrásarvíkingar líka. Siðspillingin á Íslandi hefur engin takmörk og nær upp í hæðstu hæðir.

Össur = SPRON !

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 22:25

10 identicon

HVaða útlendinga ertu að tala um Ómar?? SDkoðaðu heldur hverjir af útrásarþjófunum eru með milljarða reikninga í Kanada og leggðu saman tvo og tvo!!!!! Heldur fólk virkilega að þessir stórglæpamenn séu eitthvað hættir???

Ragnar (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 10:03

11 identicon

Það gæti verið eitthvað til í þessu sem Ragnar fullyrðir. En hvar eru þá íslenskir blaðamenn? Nei, þeir gera ekki neitt, total impotent.

Einhver aumasta grúppía landsins.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 10:14

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Íslandshreyfingin hefur ekki verið "leyst upp" heldur er hún nú lagalega skilgreind sem stjórnmálafélag sem getur breyst í stjórnmálaflokk ákveði hún að bjóða fram sér til kosninga.

Íslandshreyfingunni tókst ásamt grænum samherjum, sem fyrir voru í Samfylkingunni, að koma í veg fyrir að samþykkti yrði á landsfundi hennar vorið 2009 að stefna hennar væri að reisa eins mörg álver á Íslandi og orka landsins entist til. Örfáum atkvæðum munaði að þessi fádæma stefna yrði samþykkt. 

Ómar Ragnarsson, 10.7.2010 kl. 01:29

13 identicon

Í álverinu fyrir austan vinna um 700 manns og annað eins í fyrirtækjum er þjónusta Alcoa.

Í gagnavera vinna 2.

Sá sem sefur á daginn og sá sem sefur á nóttunni.

Allt "staff" er erlendis og ENGAR skatttrkjur.....

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.7.2010 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband