Minnir á Grímsvötn og Kverkfjöll.

Magnús Tumi Guðmundsson hefur rannsakað Grímsvötn og Kverkfjöll um árabil og verið leiðangursstjóri Jöklarannsóknarfélags Íslands í árlegum rannsóknarferðum. p1012328.jpg

Hann og aðrir íslenskir kunnáttumenn þekkja því vel hvað gerist á eldvirkum svæðum þar sem gos verða undir jökli. 

Bæði í Grímsvötnum og í Kverkfjöllum hafa verið lón sem hafa verið sjóðheit en samt umkringd ísveggjum og með fljótandi íshröngli. 

Annað af tveimur lónum í Kverkfjöllum tók upp á því að hverfa fyrir nokkrum árum en kom síðan aftur. dscf0623.jpg

Það ætti því ekki að koma á óvart að lónið á tindi Eyjafjallajökuls hverfi og komi jafnvel aftur, þótt það verði að teljast ólíklegt. 

Á myndinni af gígnum sést öskuþröskuldurinn vel handan lónsins innan í gufustrókum og í gegnum gufumökkinn grillir í svarthvíta ísturna við upphaf ísgjárinnar, sem liggur handan jökulsins niður um miðjan Gígjökul, en í botni þessarar ísgjár liggur hraun, sem rann í gosinu, og er þessi sjón aldeildis einstök á heimsvísu. 

Þetta nýrunna hraun hefur þá sérstöðu að þetta er í fyrsta sinn á sögulegum tíma sem menn hafa orðið vitni að því að hraun bræði skriðjökul ofan af sér. 

Það er vegna hagstæðra aðstæðna. Jökullinn er mun þynnri en Vatnajökull og brattinn hefur auðveldað hrauninu að renna og bræða ofan af sér hægt og bítandi. 

Vonandi verður kyrrðarástand Eyjafjallajökuls varanlegt þannig að goslokahátíðin glæsilega í fyrrakvöld standi undir nafni. 

En í ljósi reynslu í fyrri gosum verður þó að hafa varann á þangað til fullreynt er að svipað gerist ekki aftur á næstu árum. 

Greinilegt er að til þess að goslokin breytist í goshlé þarf eitthvað mikið að gerast og engan veginn víst að það verði í Eyjafjallajökli heldur í Kötlu, sem ævinlega verður að hafa gát á, að ekki sé minnst á Heklu, sem er "komin á tíma." 


mbl.is Eitt öflugasta hverasvæðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir goslokahátiðina Ómar.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.7.2010 kl. 01:26

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk Ómar að minna á að hættan er enn til staðar.

Sigurður Haraldsson, 14.7.2010 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband