Gott hjá Þórhalli.

Þjóðkirkjan á ekki að taka afstöðu með eða á móti stjórnmálaflokkum og ekki að skipta sér af því sem er kallað pólitík.  Það þýðir þó ekki að hún eigi sem stofnun að vera múlbundin og þykjast ekki sjá það sem aflaga fer í þjóðfélagi okkar.

Ég held að það sé rétt hjá séra Þórhalli Heimissyni að ekki sé nóg að einstakir prestar fjalli um þjóðfélagsástandið á hispurslausan og opinskáan hátt, fjölmiðlum og á bloggsíðum. 

Þjóðkirkjan sem stofnun, biskupar, prófastar og Kirkjuráð geta ekki og eiga ekki að líta undan og taka engan þátt í þjóðfélagsumræðunni. 

Kristur talaði um kalkaðar grafir þegar hann gagnrýndi andlega stétt síns tíma. Kirkjur okkar mega ekki verða þannig heldur lifandi vettvangur andlegra hræringa hjá fólkinu og þess sem á því brennur. 


mbl.is Tími þagnarinnar liðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

AMEN.

Sigurður I B Guðmundsson, 6.10.2010 kl. 17:06

2 identicon

Þórhallur er flottur, - alvöru prestur!

Ég les gjarnan það sem hann bloggar, skrifar, - og svo má heyra í honum í útvarpi endrum og sinnum.

Það er hins vegar erfirr fyrir kirkjuna að taka einhverja afstöðu í stjórnmála-ástandinu, - nema kannski eina sem ekkert hefur með íhlutun/afstöðu að gera.

Það er góðgerðarstarf, - matur og skjól. Sjálfboðavinna við slíkt og slíkar reddingar. Það myndi ég vilja sjá!

Jón Logi (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 17:28

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þórhallur er prestur af hjartans náungakærleika og talar hann um hvernig hægt sé að hjálpa fólki en ekki hver launakjör presta eru. það hefur alltaf verðið hans hjartans mál, og er ég búin að fylgjast með þessum dreng lengi og hann hefur ekki rokkað til og frá í því.

Ég stillti á RÚV einn sunnudaginn milli kl. 11 og 12 og heyrði prest vera að klyfja til mergjar kjör presta?

Í messu?

Er það ekki starf presta að hugga og sýna almenningi náunga-kærleika í orði og verki eins og Þórhallur hefur gert? Eiga ekki messur að þjóna þeim tilgangi? Ég hélt að það ætti að vera tilgangur kristninnar og boðbera hennar, en ekki að væla yfir eigin kjörum í messum?

Gangi Þórhalli blessuðum vel að reyna að kristna yfir-JÚDASA þagnar-embættis-svika-klíku-embættismanna innan þjóðkirkju-geirans! En tel það því miður nær ósigrandi verkefni. 

"Prestur" er ekki það sama og "prestur" í öllum tilfellum, því miður! 

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.10.2010 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband