Tæpur þingmeirihluti.

Þótt stjórnarandstaðan hafi setið hjá í samræmi við hefð við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins vekur það athygli að þrír þingmenn VG skipa sér á bekk með henni.

Fjárlagafrumvarpið skipar sérstakan sess hjá Alþingi. Þetta er eina frumvarpið sem þinginu er skylt að afgreiða á hverju ári. 

Ríkisstjórn, sem ekki getur komið fjárlagafrumvarpi í gegn, er því fallin. 

Tölurnar 32 með og 31 sem sitja hjá eru því sláandi og sýna, að ef Þráinn Bertelsson hefði ekki gengið til til liðs við ríkisstjórnina hefðu tölurnar verið 31 með og 32 sem sátu hjá. 

32 þingmenn þurfa að styðja ríkisstjórn svo að tryggt sé að hún falli ekki. Því stendur stjórnin tæpt og hefur slíkt ekki gerst síðan í upphafi setu ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar 1988. 


mbl.is Fjárlagafrumvarpið samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Smásögufróðleikur:

Eftir að Danir töpuðu seinna Slésvíkurstríðinu við Prússa 1864 komust íhaldsmenn til valda í Danmörku, Estup stjórnin sem kennd var við íhaldsmanninn Estrup. Vaxandi fylgi vinstri manna, sem var flokkur bænda og frjálslyndari Dana olli því að saxaðist á meirihlutann. Svo kom að íhaldsflokkur Estrúp naut ekki lengur meirihluta. Hann lét það ekki setja sig út af laginu enda þá ekki búið að finna upp þingræðið. Til þess að stjórna landinu, greip Estrúp stjórnin það til ráðs að setja Dönum bráðabirgðafjárlög! Ekkert bannaði eða kom í veg fyrir það eftir túlkun á dönsku stjórnarskránni sem upphaflega var sett 1849 sem kunnungt er en breytt allverulega 1866. Er talið að sú breyting hafi verið „klæðskerasniðinn“ fyrir íhaldsstjórnina hans Estrúps.

Þá gerist það 1901 að íhaldsstjórnin féll með stórsigri Vinstri flokksins sem hafði mjög mikil áhrif á Íslandi. Síðasti ráðherra íslandsmála var sá þekkti fjársvikari Alberti. Talið er að þingræðið hafi verið innleitt í Danmörku og þar með Íslandi.

Talið er alment, að ekki sé heimilt að stjórna landi með bráðabirgðafjárlögum eins og Estrúp lét sig þó hafa á sínum tíma. Þingið verður að leggja blessun sína á fjárlög þannig að ekki verður gengið þvert á vilja þess.

En sjálfsagt er að hnykkja á þessu við endurskoðun stjórnarskrárinnar okkar. Við þetta má bæta að lengi vel litu forystumenn á starf við endurskoðun stjórnarskrárinnar sem n.k. dúsu fyrir þá ráðamenn sem forystan vildi koma til hliðar. Í Rússlandi sendi Kommúnistastjórn Ráðstjórnarríkjanna menn til Síberíu en Sjálfstæðisflokkurinn lét afdánkaða stjórnmálamenn sína endurskoða stjórnarskrána.

Þannig var nú það en ykkar á Stjórnlagaþingi bíður vandasamt verk sem mun ábyggilega verða árangursríkt.

Bestu kveðjur

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 16.12.2010 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband