Biðjast afsökunar vegna beitingar hryðjuverkalaganna.

Við þessa frétt um ummæli forseta okkar ætti að bæta þessu: Brown ætti að biðjast afsökunar á því að beita opinberlega hryðjuverkalögum á Íslendinga og valda með þeim miklu meira tjóni en annars hefði orðið. 

Það sést ekki í frétt mbl.is hvort hann sagði þetta líka.


mbl.is Brown ætti að biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sjálfsagt geta allir Íslendingar tekið undir þetta sjónarmið. Hins vegar væri unnt að túlka slíka yfirlýsingu ef Gordon Brown yrði við tilmælum Ólafs, að hann væri nað biðja ekki aðeins Íslendinga afsökunar, heldur einnig þá sem ábyrgð báru á hruninu og misheppnaðri einkavæðingu bankanna. Væri það ekki eins og að stökkva vatni á gæs?

Sjá nánar um þessi sjónarmið: http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/1134267/

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 17.1.2011 kl. 12:19

2 identicon

Biðjast afsökunar? Jú það væri fínt...en spurning hvort ekki mætti ganga lengra en það, því Brown notaði hryðjuverkalög gegn NATO ríki...ef einhver tíman var ástæða fyrir dipló samskiptum þá var það á þessum tímapunkti, því efnahagskerfi Íslendinga var í beinni hættu. - Þetta vírkaði í raun sem "economic terrorism" gegn Íslandi, jafnvel þótt það hafi kannski ekki verið ætlunin.

Til að biðjast afsökunnar þá þyrftu Breta að gleyma ákveðnu máli um einhverja leiðindar reikninga...Ice-eitthvað..hvað er nú það? Man einhver eftir því? -Sérstaklega í ljósi þess að svo virðist sem Bretar hafi lofað Seðlabankanum afskriftum.

Ég er viss um að málshöfðun Hollendinga á hendur Íslandi vegna sömu reikninga gætu auðveldlega tafist í mörg ár í okkar yndislega réttarkerfi...spillingin gæti einu sinni unnið með okkur

.....jafnvel svo vel að "aðrar lausnir" kæmu fljótlega til greina.

magus (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 13:19

3 identicon

Ég myndi nú vilja að sjá ýmsa aðra biðjast afsökunar áður enn röðin kemur af honum. Hann bætti í eldinn enn var nú ekki sá sem kveikti í öllu til að byrja með  :-/

egj1975 (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband