Liggur samt áfram í Blönduósbæ.

Eitt meginatriðið, sem vill gleymast varðandi hugmyndir um 14 km styttri leið "framhjá Blönduósi" er það að eftir sem áður myndi hringvegurinn liggja á 3ja kílómetra kafla um land Blönduósbæjar. Blönduósingar myndu einfaldlega færa þjónustufyritæki sín að nýju brúnni í Langadal.

Bærinn Fagranes í Langadal, sem nefndur er í frétt á mbl.is, er í Blönduósbæ og sömuleiðis þrír næstu bæir sunnan við hann, sem liggja við hringveginn, Hvammur, Skriðuland og Móberg. 

Í lófa lagið er að gera svipað þarna og þegar nýr Suðurlandsvegur var á sínum tíma lagður "framhjá Hellu" um nýja brú. Þeim sem hlut áttu að máli, var veittur stuðningur til þess að reisa ný þjónustufyrirtæki við nýju brúna í stað þeirra gömlu inni í þorpinu. 

Í dag myndi engum detti í hug að þjónustufyrirtækin, sem þarna risu, hefðu frekar átt að vera "inni í þorpinu" við gömlu brúna. 

Að vísu var mun skemmra á milli nýju brúarinnar og þeirrar gömlu á Hellu en yrði milli þeirra brúa sem um er rætt í landi Blönduósbæjar. 

En munurinn er sá að nú eiga allir bíla og vegir eru ósambærilega miklu betri en þá var.

Hringvegurinn hefur áður verið styttur við Blönduós fyrir tæpri hálfri öld.

Þá var nýr vegur lagður beint yfir á nýja brú í stað þess að taka krók niður í gamla þjónustukjarnann við ströndina. 

Að sjálfsögðu færðust helstu þjónustufyrirtækin þá til og byggð fór líka að skapast hinum megin við ána.

Auk þessarar hagkvæmustu styttingar vegar, sem möguleg er á Íslandi, má nefna, að með því að fara þvert frá Stóru-Giljá yfir í miðjan Langadal, losna menn við einn versta illiviðrakaflann á hringveginum að vetrarlagi, en hann er á nóverandi hringvegi í utanverðum Langadal og veldur árlega vandræðum fyrir vegfarander í norðanstórhríðum. 

Þegar ég var í sveit í Hvammi fyrir 60 árum og horfði úr fjallinu fyrir ofan bæinn yfir til Stóru-Giljár undraðist ég það af hverju vegurinn lægi ekki þessa beinu leið og það yfir eitt besta vaðið, sem til er á Blöndu. 

Undrun mín hefur síðan vaxið með hverju árinu. 

Þess má að lokum geta að brú þarna yrði miðja vegu á milli núverandi brúa á Blöndu og myndi verða samgöngubót innan héraðs. 

Það er ekkert mál fyrir þá, sem ættu heima á Blönduósi, að fara í 10 mínútna akstri til vinnu við nýjan þjónustustað hjá brúnni yfir Mjósyndi við Fagranes. 

Skoðun mín á þessu máli er alveg í samræmi við skoðun mína á Reykjavíkurflugvelli. 

Staðsetning flugvallar í Reykjavík er ekki frekar einkamál okkar Reykvíkinga en lega hringvegarins í landi Blönduósbæjar. 


mbl.is Vilja stytta hringveginn um 14 km
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert magnaður Ómar.

Þú meinar það að fólk myndi komast í vinnu sína við hina nýju vinnustaði í vondum veðrum samanber þessar 10 mínútur sem þú talar um hér að ofa, smá mótsögn þar strax er það ekki

Sú hæðaraukning sem verður á stuttum kafla fyrir ofan Brekki í Þingi er strax búin að éta upp þann sparnað sem ætla mætti að myndi skapast í formi olíueyðslu, auk þess sem að það er bratt upp bakka Blöndu líka, og ætla má að sá sparnaður sem er talað um væri orðinn að engu miðað við að keyra sléttuna út Langadal og síðan Torfalækjarflóann. Þessi mismunur hefur ekki verið reiknaður út til viðbótar við veggjaldið sem mun verða á þessum spotta.

Langidalur lokast stöku sinnum í útnorð-austan átt við Breiðavað, það vita allir, en það er líka eina vindáttin sem Langidalur lokast. Þú, sem maður sem er búinn að vera mikið á ferðinni átt að vita það að verðandi vegstæði mun lokast mun oftar vegna veðra, þ.e. í áttum allt frá suð-austri til norð-vestlægrar áttar, munar þar um staðsetningar þeirra fjalla og dala sem þarf að keyra undir. Mun það vegstæði sem búið er að frumkynna skapa meiriháttar hættur í vetrarveðrum. Ekki er búið að gera vindmælingar á þessum slóðum.

 Hvað mun breytt lega Þjóðvegar 1 kosta mikið aukalega á ársbasis fyrir lögregluumdæmið á Blönduósi?

Dýptarmælingar á Orrastaðaflóa hafa ekki farið fram, en þeir sem þekkja til og þar á meðal þú ættir að vita hverskonar forir eru þar á ferð.

Ég tel að þú ættir að kynna þér hluti og afstöðu heimafólks betur.

Helgi Jóhannsson (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 22:23

2 identicon

Ég bý í Reykjavík og á fjölskyldu á Akureyri og ek oft á milli og á öllum tímum árs. -Þykir helvíti blóðugt að vera teymdur norður á Blönduós en þangað minnist ég ekki að hafa átt erindi.

Ek gjarnan Svínvetningabraut þegar vegurinn er þurr og kaupi aldrei þjónustu á Blönduós eða Varmahlíð, -en þangað hef ég aldrei átt erindi heldur.

Ég æði oft hrist hausinn yfir þeim fíflagangi að leggja hringveginn eftir endilöngu Borgarnesi. Þar eiga börn skólasókn yfir veginn og lega hans hefur kostað mannslíf.

Ekki þarf lengur að læðast fram hjá Bifröst á 50Km hraða (þar má nú aka á 70!) en það ber ekki vott um framsýni að troða niður menntastofnun í vegkanti í afdal. Einhvernvegin held ég að mannlíf í Borgarfirði hefði verið vænlegra ef þessi heimavistarskóli hefði verið byggður upp á Hvanneyri og hefði kallast á við Borgarnes.

Vegagerðin og skýrsla HA sýna að ný Svínvetningabraut er arðsamasta framkvæmd sem möguleg er á þjóðvegi 1.

Mig hefur einni glengi dreymt um veg suður og niður Víðimýri í Skagafirði, með stefnu rétt norðan við Vindheimamela.

Nýjar hjáleiðir framhjá Borgarnesi, Blönduós og Varmahlíð stytta aksturleiðina um 20 Km og losa vegfarendur við hringtorg, vinkilbeygjur og langa og tafsama kafla með 50 Km hámarkshraða.

Tímasparnaður af þessum vegabótu er varlega áætlaður 20 mín.

Helgi hér að ofan, er á villigötum varðandi eldsneytisnotkun á nýrri Svínvetningabraut. Ef halli á vegi er það lítill, að ekki þurfi að gíra niður eða bremsa þegar ekið er niður, þá nýtist eldsneytið sem fór í hækkunina til að knýja bílinn áfram án eldsneytisnotkunar á niðurleið. Hringtorgið á Blönduós kostar hinsvegar mikið eldsneyti þar sem það er neðst í brekkunni og þar þarf að henda verðmætri hreyfiorku.

Stormur (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 10:46

3 identicon

Það má kannski benda þér á Stormur að á þessum nýja vegarkafla verða samkvæmt teikningum 14 krossgatnamót og ekki er það til að auka umferðaröryggi.

Ef þú keyrir þessa leið eins oft og þú talar um að þá veistu væntanlega að Svínvetningabraut liggur upp frá hringtorginu á Blönduósi og austan við Svínavatn. Leiðin upp frá Stóru Giljá heitir hins vegar Reykjabraut. Þar upp frá Brekku hina nýju leið er áætlaður veghalli 14%.

Stæðstur hluti þeirra flutningabíla sem þarna eiga leið um þurfa síðan hvort eð er að fara í gegnum Blönduós þar sem eru dreifistöðvar fyrir Samskip, Flytjanda og Nesfrakt, auk þess sem þarna er dreifistöð fyrir póst.

Síðan veistu væntanlega að þarna uppfrá verður töluvert misviðrasamara en á þeirri leið sem nú er í boði og vegstæðið mun hættulegra, ef þú þekkir eins vel til og þú vilt vera af láta. 

 Lagning vegar yfir Orrastaðaflóa mun ein og sér sennilega kosta 2 milljarða vegna þeirra fúamýra sem þar eru og mikilla áveituskurða sem þar mun þurfa til að þurrka upp land, eigi að gera veginn sómasamlega og hann verðri ekki orðinn ónýtur af missigi eftir ár eða svo. 

 Sagt er að veggjald eigi ekki að verða hærra en sem nemi 600 kr.- svo að fólk sjái sér hag í því að stytta leið sína um sem samsvarar 6 mínútum, það þýðir það þessi vegalagning muni aldrei borga sig vegna þeirra vaxtabyrði sem verður á honum. 

Síðan væri fróðlegt að vita hvort væri búið að reikna út hvað lækkun fasteignamats á Blönduósi væri þjóðhagslega hagkvæmt.

Helgi Jóhannsson (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 12:27

4 identicon

Helgi, Þegar ekið er frá Stóru Giljá að Brúnni á Svartá við Skriðuhorn, þá liggur leiðin að mestu um Svínvetningabraut og þessi hártogun þín hefur ekkert gildi. Eigum við kanski að bítast um það að leiðin liggi einnig um Bollastaðaveg?

Ég hef margoft reynt að verstu akstursskylirðin á leiðinni Ak-Rek eru í utanverðum Langadal. Ekki treysti ég mér til að að fullyrða um veðurlag í norðanverðum Sólheimaháls. Tel þó líklegt að þarna sé minna um sviptivinda en undir brattri hlíð Illviðurshnjúks í Langadal. Hef trú að sú nafgift eigi við rök að styðjast.

Krossgatnamót! -Áttu við krossgötur?

Á núverandi þjóðvegi 1 eru T gatnamót í dreifbýli álíka mörg og þú nefnir "krossgatnamót" nýju leiðinni til hnjóðs. Þar að auki sú stóra hraðahindrun sem heitir Blönduós.

Það er ekki eins og það eigi að afnema vegtengingu við Blönduós. Heimamenn og þeir sem þanga sækja munu eiga jafn greiða leið sem fyrr og fá bæði póst og þungavarning.

Byggðavandinn í Húnaþingi kemur skýrt fram á bls. 18 í þessari skýrslu:

http://www.leid.is/pdf/Svinavatnsleid-Samfelagsmat_RHA-2008.pdf

Ykkur vantar semsé konur! -auðvita er óbúandi í kvennmannsleysi.

Aukahlykkur á þjóðveginum er tæpast vænlegasti drátturinn og ég efast um að þjóðvegur um Blöndós sé sá "chick-magnet" sem þið þurfið.

Stormur (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 14:23

5 identicon

Stormur. Frá Stóru Giljá og upp að Svínavatni heitir Reykjabraut. Þegar þangað er komið og keyrt til austurs heitir vegurinn Orrastaðaflói sem skerst síðan inn á Svínvetningabraut, þetta er í meigindráttum hin ''nýja'' Húnavallaleið. Svínvatningabraut liggur frá Blönduósi og þar upp Hnjúkabyggð, fyrir austan Svínavatn og yfir svokallað Stóradalstagl og niður að Blöndubrú efri.

 Stór partur hins nýja vegar á að liggja upp frá Brekkukoti, undir Öxl og í dalsmynni Sauðadals, taka svo beygju við enda Svínadalsfjalls, undir Reykjanibbu, við Húnavelli og fara norðan við Húnavelli, skera þar illfæra flóa og í gegnum skarð, á milli Kagaðarhóls og Hamars, þar niður brekkuna og taka beygju inn undir Fagranes í Langadal, nánar tiltekið gatnamótin verða í einu mesta ræktarlandi Hvamms í Langadals. Á þessum vegarkafla, upp að Húnavöllum eru mun meiri veður en í utanverðum Langadal, þetta þekkja allir heimamenn, og meira að segja Þorvaldur Heiðar sem gerði þessa úttekt fyrir Leið, en hann er ættaður frá Hæli í Torfalækjarhrepp.

Síðan varðandi gjaldtökuna, á að rukka alla þá um gjald sem fara eftir þessum vegi á leið sýnum til kaupstaðar eftir brauði og mjólk? 

Varðandi byggðaþróun að þá er það ekki talið vænlegt til árangurs að hleypa umferð frá stöðum á landsbyggðinni heldur að styrkja tenginu umferðar til hina smærri staða.

Og ef að þig munar um 6 mínútur á leið þinni frá Suðvesturhorninu til Norðausturs að þá held ég að þú ættir bara að fljúga, með nettilboðum er það ódýrara en að keyra.

Helgi Jóhannsson (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 16:54

6 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Bros...  ég sé að Stormur er ekki kunnugur á þessum slóðum en Helgi er það.  Gott að sjá hann leiðrétta staðarhætti þann heim sem Stormur setti upp hér.. úff ég segi ekki meira.. 

En Ómar minn yrði ekki besta stytting allra tíma og fyrir alla "sérstaklega" höfuðborgarbúa að fara í byggingu brúa og veg margra akbrauta yfir á Álfsnesið, það er tuga kílómetra stytting og mikið öryggi fyrir suðvesturhornið sem flóttaleið ef eitthvað alvarlegt kemur upp á. Það legg ég til í stað þess að gera veg í svínavatnshreppi þeim forna..  sem allur yrði á hreyfingu og kostaði endalaust viðhald...

Sigríður B Svavarsdóttir, 15.2.2011 kl. 20:37

7 identicon

Ekki er ég Húnvetningur og hef ekki átt mikið þangað að sækja.

Ég sé ekki að ég sé á nokkurn hátt að hringla með staðhætti.

Ég hef hinsvegar notað nafnið Svínvetningabraut frjálslega þar sem ég hef notað það um alla leiðina milli Stóru Giljár og Svartárdals (vegir 724, 731 og 733).

Okkur sem eigum það til að bölva í hljóði á Húnveskum vegkrókum er einnig tamt að nota nafnið Svínvetningabraut um þann veg sem vonandi kemur sem fyrst norðan Svínavatns og heitir réttu nafni Svínavatnsleið.

Helgi, vísaður mér á slóð sem sýnir 14% veghalla á væntanlegri Svínavatnsbraut.

Stormur (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband