Ný morðtækni.

 Með tilkomu bloggheima og netheima hefur skapast tækni til nýrrar tegundar af morðum, þ. e. mannorðsmorðum, sem oft eru þar að auki í skjóli nafnleyndar.

Lúkasarmálið svonefnda og upplognar sakirnar í því er svo svæsið mál, að sagan af Gróu á Leiti bliknar í samanburðinum.

Það óhuganlegasta við svona uppspuna er það, að oft er hann smásmugulega nákvæmur. Tilgangurinn með því er að gera lygarnar sem allra sennilegastar.

Fólk hugsar: Þetta hlýtur að vera satt. Annars væri vitnisburðurinn ekki svona nákvæmur.

Ég get nefnt hliðstætt dæmi þar sem rógberinn vísaði ofan á allt í opinberar skýrslur, sem fólk gæti sjálft kynnt sér til að sannreyna hinn ótrúlega stóra og grófa áburð hans. 

Lygar þess manns voru svo sannfærandi, að enginn hafði fyrir því að kynna sér hinar opinberu skýrslur, - það óraði engan fyrir því hve ósvífinn rógberinn var. 


mbl.is Ummæli dæmd dauð og ómerk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Waage

Hvaða dæmi var það Ómar ?

Gunnar Waage, 14.2.2011 kl. 22:54

2 identicon

"Mér hefur verið það mikið kappsmál að vinna að ofbeldisfullri borg,“ er haft eftir Jón Gnarr borgarstjóra á mbl.is. Ja, ekki batnar það !

Hrúturinn (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 22:55

3 identicon

"Vígðu nú ekki meira Gvendur biskup, einhversstaðar verða vondir að vera"sagði óvætturinn í Drangey við Guðmund góða forðum. Umræðan um bættan Laugaveg er á villigötum. FYRST þarf að finna nýjan stað eða staði fyrir þetta ólánssama fólk. T.d. út á Granda eða utan miðborgarinnar. Ekkert þýðir bara að loka Monte Carlo. Þetta hverfur ekki - nema Gnarr  setji það í gasklefa a la Hitler. Meira að segja þá þyrfti það einhversstaðar legstað!

Einstein (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 23:23

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þegar ég var suður á Kanarí fyrir tveimur árum, þá gekk þar um maður á meðal Íslendinganna þar og sagði þeim að ég hefði þegið 150 milljónir króna hjá Landsvirkjun til þess að þeir gætu haft mig góðan. Þegar viðmælendurnir undruðust fullyrti hann að hver sem er gæti farið og séð þetta í reikningum Landsvirkjunar.

Hann settist hjá konu minni án þess að vita hver hún var og sagði henni þetta, meðal annars það að hún gæti séð þetta sjálf í bókhaldi Landsvirkjunar.

Þegar konan mín kvaðst undrast að hún sem eiginkona mín hefði ekki séð neitt af þessum illa fengnu auðæfum eða fengið að njóta þeirra, heldur kúldraðist hún í lítilli  leiguíbúð, var svar rógberans: Þú hefðir nú átt að segja mér það strax að þú værir konan hans. 

Sem sagt: Ef hún hefði sagt honum það strax, þá hefði hann auðvitað ekki reynt að ljúga þessu að henni. En öllum öðrum að sjálfsögðu.

Ómar Ragnarsson, 15.2.2011 kl. 00:31

5 Smámynd: Gunnar Waage

Já veistu það kemur mér orðið fátt á óvart í þessum efnum Ómar, yfirleitt er líka svona lagað nokkuð úthugsað.

Það er ekki fyrir alla að skilja slíkt en staðreyndin er sú að fólk þarf að vera á varðbergi, því miður. Pólitík er slæm með þetta og einnig allur bransi þar sem að samkeppni er hörð.

Þá hef ég séð menn breytast í villidýr í erjum innan hlutafélaga í barráttu um ráðandi hlut. Þá virðast vera engin takmörk fyrir því sem fólk tekur upp á. 

Gunnar Waage, 15.2.2011 kl. 00:39

6 Smámynd: Gunnar Waage

Ef að einhver sér sér beinan hag í því að breiða út ósannindi, beinan fjárhagslegan gróða sem dæmi og með tilkomu internetsins, möguleikann á því að ganga stikkfrí frá verkinu, þá er hættan til staðar.

Ég á alltaf erfiðast með að skilja samviskuleysið. Ég átta mig á því að við höfum öll hæfileika til þess að ljúga að sjálfum okkur undir vissum kringumstæðum. Það hjálpar mannskepnunni að komast í gegn um vissa erfiðleika. 

En að geta horft upp á fólk þjást fyrir réttlætingar þínar er eitthvað sem ég skil ekki. Kannski er það vegna þess að ég hef aldrei verið ríkur og aldrei átt miklu að tapa að ég skil ekki hvernig fólk verður af peningum.

Það hefur aldrei skipt mig neinu sérstöku máli hvað öðrum finnst um mig og hef ég því oft verið værukær. Ég hef þó lent í því að vakna upp við það að hrein og bein skipulögð aðgerð var sett í gang gegn mér. Hún var úthugsuð og hefði skilað árangri í tilfelli einhvers annars.

Þetta var stríð sem tók 2 ár, nemendur mínir voru ónáðaðir og fjölskylda mín, ég fékk ekki einu sinni frið á sjálfum jólunum.

ok, ég er harður nagli Ómar og með mikið af hörðu fólki í kring um mig en þegar ég horfi upp á umræður eins og þessar hér í garð ungrar stúlku í Menntaskólanum á Akureyri, þá fallast mér hendur;

http://www.dv.is/frettir/2011/2/11/sogd-verda-andhvit-og-hvitingjahatari/ 

Ég spyr mig hvað erum við að verða, hvar er siðgæðið ? 

Gunnar Waage, 15.2.2011 kl. 01:11

7 identicon

Sælir,

Því miður virðist svona hegðun stafa af mannlegu óeðli/eðli er á rætur að rekja til höfuðsyndanna sjö sem eru eftirfarandi:

Hroki, öfund, reiði, þunglyndi, ágirnd, ofát og munúðlífi

http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=505

Það sem að vantar allt of oft uppá hjá okkur er að við horfum á sjálf okkur í spegli með mikla sjálfsgagnrýni í huga og spyrjum okkur stóru spurningarinnar, sem er hvort tilgangur verkefni dagsins falli undir ofangreindar syndir áður en haldið er af stað.

Fólk sem allt of oft fellur í þessa gildru er oftast leiðir til tortímingar er því miður með svo litla sjálfsmynd er líklega stafar af kúgun og oki okkar velferðarsamfélagi þar sem svo mikinn jöfnuð er að finna, eða þannig, að það kann engin önnur ráð í leit sinni að er því finnst réttlæti og að sama skapi tekist á í stríðinu við sína eigin óhamingju.

Því miður er þetta allt of algengt í mannlegu eðli/óeðli og fer allt of lítið fyrir kærleikanum sem að við eigum að temja okkur, þ.e. elska skaltu náungann.  

Lifið heil og áfram Ísland,

 

 

atlinn (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 08:04

8 identicon

Fyrstu tvö atriðin, Hroki og Öfund, hafa því miður haft of mikil áhrif á okkar Íslenska skeri.

Ómar þekkir það, og ég líka. Það er kannski gráglettni örlaganna að við séum þar þjáningarbræður.

En, sá hlær best er síðast hlær, hehe ;)

Jón Logi (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband