Hefur mikið breyst?

Þegar stjórnarskipti urðu hér í ársbyrjun 2009 var um það rætt að laun stjórnenda í fjármálakerfinu hefðu náð stjarnfræðilegum og siðlausum hæðum. Helst ætti enginn að vera með hærri laun en forsætisráðherra. 

Bankarnir urðu ríkisbankar, en ef einhverjir hafa haldið að við það myndu launin komast niður í áttina að hæstu launum í ríkiskerfinu, var það greinilega tálsýn. 

Einn af innstu koppum í búri bankakerfisins í Hruninu 2008 varð bankastjóri fyrst eftir Hrunið. Síðar kom í ljós að um var að ræða einn þeirra aðila sem var að aðhafast svipað því sem við sjáum nú að var einn aðalstarfinn síðustu vikur og daga fyrir Hrunið, að "bjarga" og millifæra peninga til valdra aðila.

Samt varð þessi persóna bankastjóri fyrst eftir Hrunið. Svo er að sjá að enda þótt skipt hafi verið um fólk í stjórnum og einstaka stöðum í fjármálakerfinu, ráði þar ríkjum fólk, sem var langflest flækt í það atferli sem kom fjármálakerfinu á hausinn.

Það var algengt í 2007-ferlina að koma þeim sem næst stóðu toppunum inn í sama kerfið, samanber eitt atriði REI-málsins. Þar með voru meiri líkur til þess að samstaðan um atferlið rofnaði ekki. 

Eftir hverja fréttina af annarri af þessu sviði vaknar spurningin: Hefur eitthvað breyst sem skiptir máli? Ef svo er, hefur mikið breyst?  

 


mbl.is Laun bankastjóra Arion banka 46 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Er ekki bara kominn tími til að gefast upp á því að vera Íslendingur.  Þessi skúta er augljóslega sokkin og kemst ekki á flot, þá sérstaklega siðferðislega.  Í því felst ekkert stolt lengur að vera Íslendingur.

Jonsi (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 17:01

2 Smámynd: Billi bilaði

Það hefur ekkert breytst sem skiptir máli.

SjálfstæðisFLokkurinn mun verða í forsvari fyrir næstu stjórn, og hrunadansinn fer á fullt aftur.

Billi bilaði, 6.3.2011 kl. 17:23

3 identicon

Ómar er kurteis og nafngreinir ekki. En það gerir moggagreinin, og þessi fína mynd með.

Höskuldur H. Ólafsson, Efstaleiti 12, skráður fyrrverandi bankastjóri.

Eigum við ekki að höfða til hans góðu náttúru og bjóða honum að láta sér duga stjórnendataxta BSRB, og gefa restina svo í mæðrastyrksnefnd? Kannski svarar hann??

Dettur nú svona ráð í hug. Það mætti gera þetta í opnu bréfi og hafa heila strollu af svona nöfnum.

Jón Logi (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 17:42

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Ómar nei það hefur ekkert breyst við stefnum á sama hraða aftur í þrot og fyrir fyrra hrunið nema núna eru ekki til neinar björgunaraðgerðir þær eru allar á rauðu ljósi!!

Sigurður Haraldsson, 6.3.2011 kl. 18:46

5 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

SIÐBLINDIR bANKASTJÓRAR ERU ENN að moka peningum í sína sjóði og Ríkið sem getur ekki staðið undir heilbrigðiskerfi borgar  !

   ERU RÁÐAMENN HER EKKI Í SÖMU STÚKU OG GADDAFI ?

Erla Magna Alexandersdóttir, 6.3.2011 kl. 19:40

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég átti nú raunar við annan bankastjóra en Höskuld, sem stóð stutt við í stjórastöðunni eftir Hrunið en það er nú ekkert aðalatriði í málinu.

Ómar Ragnarsson, 6.3.2011 kl. 22:21

7 identicon

Við erum með gjaldmiðil sem heitir Króna. Krónan er þeirri náttúru gædd að við hrun hagnast þeir sem eiga og stjórna en almenningur og þeir sem skulda taka skellinn. Stjórnvöld og bankar þurfa ekki að gera neitt, Krónan bjargar öllu. Þess vegna elska stjórnvöld Krónuna og ekkert breytist. Almenningur er síðan voða undrandi þegar hann sér að allar fórnirnar voru til að gera stjórnvöldum og fjármálageiranum lífið sem þægilegast. Þetta gerist reglulega á Íslandi. Síðasta hrun var bara eitt af mörgum, hvorki það fyrsta né verður það það síðasta.

Almenningur kallar á breytingu, mótmæli og læti. En ef einhver nefnir að breyta undirstöðunni, rót vandans og helsta vopni gegn almenningi, Krónunni, neiii, það má ekki. Við erum Íslendingar og viljum hafa okkar Íslensku Krónu, hvað sem það kostar. Helst viljum við ekki neitt útlent, enda sannfærð um að útlent er skaðlegt og útlendingar hættulegir. Allir útlendingar eru bara að reyna að stela öllu af okkur, allt okkar er svo merkilegt.

Er svona fólki viðbjargandi, er einhver ástæða til að reyna? Því ekki að spila á fáfræðina og rýja almenning inn að beini á nokkurra ára fresti? Það er ekki eins og almenningur fari að gera eitthvað skynsamlegt. Smá mótmæli, hróp og köll en síðan verða allir voða glaðir þegar tekist hefur að bjarga Krónunni og kerfinu með góðfúslegum fórnum almennings. Þjóðarsátt heitir það víst.

Við getum jafnvel með nokkurri vissu sagt að þegar börnin sem nú eru að byrja sína skólagöngu, í einu lélegasta menntakerfi vesturheims, fara að búa verður gott óðaverðbólguskot með tilheyrandi gjaldþrotum og húsnæðismissi. Til hamingju Ísland. 

NonniP (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 00:49

8 Smámynd: GAZZI11

Hér hafa engar breytingar orðið. Gjaldþrota ríkisstjórnir skipta um kennitölu, sama sjálftökuliðið er við völd í nýjum fötum í Alþingishúsinu.

Áfram er haldið að einkavæða gróðann en þjóðnýta skuldir í boði Íslenskra ríkisborgara.

GAZZI11, 7.3.2011 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband