Öskudagslagið.

Í gærkvöldi varð ég þess var að sum barnabörn mín fóru óvenju snemma í háttinn. Ástæðan var ljós: Það þurfti að vakna snemma í morgun til að nýta öskudaginn sem best.

Þrú þeirra höfðu í fyrrakvöld sungið og talað inn á "Öskudagslagið", sem varð til í samvinnu minni og hljómsveitarinnar Geirfuglanna, sem hafa séð um undirleik og upptöku lagsins. 

Afraksturinn er "Öskudagslagið", stutt og einfalt lag, sem börn og unglingar og jafnvel fullorðnir geta sungið á öskudag. Í þessu lagi koma helstu atriði dagsins fram:

Börnin mála sig og fara í ýmis gerfi og fara síðan um bæinn til að vinna sér inn umbun fyrir að syngja lög fyrir þá fullorðnu.  Einnig þótti mér nauðsynlegt að nefna öskupokana til þess að ýta undir að þeir öðlist aftur fyrri sess.

Einsöng syngur Una Ragnarsdóttir, sjö ára, en fyrir einskæra tilviljun er hún barnabarn Ólafs heitins Ragnarssonar, fyrrum samstarfsmíns og mikils vinar. 

Þrjú barnabörn mín syngja saman og mynda ásamt nokkrum fleiri krökkum "Öskukórinn" auk þess sem frænkurnar þrjár, Birna Marín Friðriksdóttir (Iðunnar-) og systurnar Hekla Sól og Helga Rut Hauksdætur (Láru-), leika lítinn leikþátt inni í miðju lagi.

Hér á eftir fer textinn og lagið er hugsanlega komið á kreik á facebook. 

 

ÖSKUDAGSLAGIÐ.  (Með sínu lagi)

 

Öll með öskupokana á öskudag 

eru þau á ferð og syngja þetta lag. 

Það er mikið, mikið gaman 

þegar máluð öll í framan 

frískir krakkar landsins kyrja þetta lag:

 

Gefið nammi, bara núna, þennan dag ! 

Gefið nammi  ef við syngjum þetta lag ! 

Öll með söng á öskudaginn 

erum við á ferð um bæinn.

Gefið nammi, bara núna, þennan dag !

 

Hvað viljið þið, krakkar mínir? 

Gefðu okkur nammi ! 

En það er óhollt. 

Bara í dag. 

Já, það er öskudagurinn. En þið verðið þá að syngja fyrir mig. 

Allt í lagi þá. 

 

Gefið nammi....o. s. frv....

 

P. S.  Nú sé ég að Lára dóttir mín er búin að setja spilun lagsins á Bylgjunni í morgun inn á facebook hjá sér og tengja  við mína síðu.


mbl.is Gleði í ofankomu á öskudegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband