Verðið fyrir "Hotwave".

Í fyrradag komst hiti upp í 20 stig í Vopnafirði þótt enn sé vetur og Ísland liggi norður við heimsskautsbaug. Ástæðan er gríðaröflugur og stór massi af hlýju lofti sem þrýstist langt sunnan úr höfum alla leið hingað norður.

Til þess að flytja slík býsn af heitu lofti þarf feiknarlega orku, sem birtist í bálhvössum vindi í háloftunum og rokinu, sem fór yfir landið í gær og í nótt.

Um svipað leyti og Icesave komst í hámark í þjóðfélagsstormunum var það fyrirbæri sem kalla má "Hotwave" sem réði ríkjum í veðrinu, 20 stiga heitur hnjúkaþeyrinn sem blés yfir Vopnfirðinga í fyrradag og lárétt steypiregnið sem buldi á landsmönnum í gær. 

Svona hvassviðri og læti í veðrinu er verðið sem við verðum að borga fyrir það að fá hlýtt loft alla leið hingað norður á þessum árstíma. Um það er ekki hægt að halda neina þjóðaratkvæðagreiðslu. 


mbl.is Þrumur og eldingar yfir Bláfjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það geta vel komið svona hitabylgjur á þessum árstíma, án þess að vindur blási svona hressilega.

Þannig að ekki er hægt að tala um eitthver sérstakt "verð" á þessum hita. A.m.k. ekki fast verð.  

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.4.2011 kl. 11:03

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Alveg rétt, Gunnar, en hins vegar er ég að rita þennan pistil til þess að slá á þá óánægju, sem margir láta í ljós vegna svona veðurs. Þvert á móti eigum við að þakka fyrir að eiga að þá krafta sem beina þessum hlýiindum til okkar.

Þegar hlýnar á sumrin þarf hins vegar ekki svona mikinn kraft til að skila hlýja loftinu norður því að þá hefur norðanvert meginland Ameríku hlýnað og hitarnir í Evrópu hafa breiðst út. 

Ómar Ragnarsson, 11.4.2011 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband