Sakna garðanna í Kringlumýrinni.

Matjurtagarðarnir í Kringlumýri á sinni tíð voru ævintýraheimur fyrir börn og unglinga. Á þeim tíma var meirihluti íbúa Reykjavíkur fæddur og alinn upp úti á landi og þetta fólk hélt í tengslin við landbúnaðinn og náttúruna með því að rækta sinn garð þar.

Fjölskyldugarðar á höfuðborgarsvæðinu eru hlutfallslega margfalt minni að umfangi en kartöflugarðarnir í Kringlumýri voru en hið þarfasta framtak. 


mbl.is Hægt að sækja um matjurtagarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Þessir matjurtagarðar voru víða í bænum (sem varð að borg) t.d eftir seinna stríð. Mjög góðir garðar voru þar sem nú er Valsheimilið og Umferðamiðstöðin og síðar Gróðrastöðin Alaska.

  Einnig voru garðar í Laugardalnum þar sem nú er Laugardalsvöllur og Laugarnar -þar tíndi ég upp kartöfflur á haustin. Þessir garðar viku fyrir íþróttamannvirkjunum.

Þeir sem héldu þessa garða hröktust suður í Fossvog milli sjávar og Fossvogskirkjugarðs. Þeir voru ekki lengi heimilaðir vegna þess að þeir stóðu í slakkanum af kirkjugarðinum og sá áburður þótti ekki heppilegu sem þaðan kom..... Þá var aftur úthlutað í Laugardalnum neðan Laugarásvegar.

En stærsta matjurtagaraflæmið var í Kringlumýrinni. En allt vék þetta burt fyrir stækkandi byggð bæjar í borg....Og þá var fólkinu vísað uppá Korpúlfsstaði og í Mosfellsdal....Nú er orðið erfitt með matjurtaræktun í borginni.

Malbik og steinsteypa hefur tekið við af hinu lífræna-ekki beint umhverfisvænt.

Sævar Helgason, 20.5.2011 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband